Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 20

Morgunblaðið - 09.12.2000, Page 20
20 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Garðar Jakobsson, sem er 87 ára gamall, átti hugmyndina að því að hrinda af stað söfnun vegna byggingar þjálfunarlaugarinnar, en hann fór fyrstur ofan í laugina með Sonju Middelink sjúkraþjálfara. Ingibjörg Pálma- dóttir heilsaði Garðari. Ný þjálfunarlaug við Kristnesspítala Islensk verðbréf hf. Tilboð í meirihluta hlutafjár F JÁRFE STIN GARFÉ L AG Norðlendinga ehf. hefur gert tilboð í 51% eignarhlut í ís- lenskum verðbréfum hf. á Ak- ureyri. Stjóm íslenskra verð- bréfa hf. fjallaði um tilboðið á fundi sínum í gær, fostudag, og vísaði því til hluthafa félagsins. Fjárfestingarfélag Norður- lands er að fullu í eigu Lífeyr- issjóðs Norðurlands. Sjóðurinn hefur að undanförnu leitað leiða til að efla eigin eignastýr- ingu og er niðurstaða sú að far- sælast sé að byggja á samstarfí við heimaaðila. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar, fram- kvæmdastjóra Lífeyiissjóðs Norðurlands, er mai-kmiðið með þessu samstarfi m.a. að auka sérhæfingu við eignastýr- ingu sjóðsins og skjóta um leið styrkari stoðum undir fjár- málaþjónustu á Norðurlandi með eflingu Islenskra verð- bréfa. Kári Arnór sagði að nið- urstaða varðandi tilboðið ætti að liggja íyrir þann 15. desem- ber nk. Sparisjóður Norðlendinga er stærsti einstaki hluthafinn í Is- lenskum verðbréfum hf. og sagðist Jón Björnsson spari- sjóðsstjóri fagna þessu tilboði sérstaklega. Hluthafar munu á næstu dögum taka formlega afstöðu til tilboðsins. Hann sagði þetta samstarf heima- manna mjög ánægjulegt, með því breikki og styrkist starf- semi Islenskra verðbréfa til muna og almennt mun þetta hafa jákvæð áhrif til uppbygg- ingar fjármálastarfsemi á svæðinu. NY þjálfunarlaug fyrir endurhæf- ingar- og öldrunarlækningadeildir FSA á Ki-istnesspítala var tekin í notkun í gær en með tilkomu hennar gjörbreytist aðstaða til endurhæf- ingar og möguleikar Fjórðung- ssjúkrahúsiins á Akureyri á aukinni þjónustu batna til muna. Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu laugarinnar, en bygging hennar hef- ur verið eitt af brýnustu fram- kvæmdaverkefnum FSA frá árinu 1993, en rýmið var þá þegar til stað- ar. Framkvæmdir hófust árið 1996 en þá höfðu safnast nokkrir fjármun- ir í söfnun ssem lionsklúbbarnir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hófu. Fjöldi manns flutti ávörp við vígslu laugarinnar og kom fram mik- ill fögnuður yfir því að laugin væri tilbúin og nefnt að þar væri lang- þráðu markmiði náð. Þá var lofsorði lokið á lionsklúbbana sem stóðu að söfnun vegna byggingarinnar. Kostnaður við framkvæmdir nem- ur í heild 56 milljónum króna, þar af söfnuðu Lionsklúbbar rúmum 7 milljónum, einstaklingar gáfu 5 milljónir, félagasamtök 4 en alls nemur söfnunarframlag 22,5 milljón- um króna. Stærsta framlagið er frá Akureyrarbæ, 15,5 milljónir króna. Enn vantar nokkuð upp á að endar nái saman, eða um 14 milljónir króna. Meðal þeirra fremstu Auk þess sem laugin verður nýtt af endurhæfingar- og öldrunarlækn- ingadeildum Kristnesspítala mun Akureyrarbær einnig fá afnot af lauginni fyrir skjólstæðinga sína. Tilkoma laugarinnar skipar endur- hæfingardeild FSA á bekk með fremstu stofnunum landsins á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að laugin mun draga úr álagi á endurhæfingar- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. y Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Laugardag 11-18 Sunnudag 13-16 ALLT ER FERTUGUM FÆRT VALHUSGOGN 40 ARA Stofnað l.des 1960 Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hlaðborð í Safnað- arheimili eftir messu þar sem hver leggur sitt tíl. Fundur í Æskulýðsfé- laginu kl. 17 í kapellu. Biblíulestur færist yfir á þriðjudagskvöld. Morg- unsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmu- morgun kl. 10 til 12 á miðvikudag. Síðasti tíminn fyrir jól. Jólastund. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldr- ar hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðventukvöld kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Mikill söngur, báð- ir kórar kirkjunnar taka þátt. Hjört- ur Pálsson flytur aðventuhugleið- ingu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. „Bráðum koma blessuð jólin“. Aðventusam- vera eldri borgara verður kl. 15 á fimmtudag. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Aðventu- kvöld verður í Glæsibæjarkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20.30. Helgileikur fermingarbama og kirkjukórs í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla undir stjórn Aðalsteins Bergdal. Kórsöngur kirkjukórs Möðru- vallaklaustursprestakalls. Lúsíu- söngur nemenda Þelamerkurskóla undir stjórn Guðmundar Engilberts- sonar og mikill almennur söngur. Ræðumaður verður sr. Gylfi Jóns- son. Mætum öll og njótum sannrar jólastemmningar í húsi Guðs. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund kl. 20 í kvöld, laugardags- kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Yngvi Rafn Yngvason predikar. Vakningarsamkoma kl. 16.30 á morgun. G. Theodór Birgisson predikar. A sama tíma verður sam- koma fyrir krakka 7 til 12 ára og einnig barnapössun fyrir eins til sex ára. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþj ónusta. HRÍ SEYJARSÓKN: Helgistund verður í Kirkjugarði Hríseyjar og kveikt á leiðalýsingunni í dag, laug- ardaginn 9. des. kl. 18. Sunnudaga- skóli verður í kfrkjunni á sunnudags- morgun kl. 11. Aðventukvöld í Stærri-Árskógskirkju kl. 20 annað kvöld. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. LAUGALANDSPRESTAKALL: Aðventukvöld verður í Grundar- kirkju sunnudaginn 10. desember og hefst kl. 21. Kirkjukórinn undir stjóm Dórótheu Tómasdóttur syng- ur og kennarar og nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika og syngja. Ræðumaður er sr. Öm Frið- riksson, fyrrum prófastur í Þingeyj- arprófastsdæmi. ------♦_4_4----- Aglow-fundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda sinn árlega jólafund á mánu- dagskvöld, 11. desember, kl. 20. Fundurinn verður haldinn í félags- miðstöðinni í Víðilundi 22 á Akur- eyri. Katrín Þorsteinsdóttir flytur ræðu kvöldsins. Á dagskrá er m.a. söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjón- usta og þá verður veglegt kaffihlað- borð í boði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.