Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 37

Morgunblaðið - 29.12.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2000 37 FRIÐARMENNING Friðarbekkir með vef á Skólatorgi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Islenskir friðarbekkir geta nú safnast saman á www.skoIatorg.is. Hér er 6.E sem bað borgarstjóra að lýsa yfir Degi friðar 01/01/01. 7R-----TJTl SKOLATORG.IS ^ (www.skolatorg.is) opnaði friðarvef á árinu með það markmið að verða bækistöð ís- lenskra friðarbekkja. íslenskir friðarbekkir geta ver- ið í netsamskiptum við frið- arbckki í öðrum löndum og einn- ig skipst á hugmyndum um hvernig rækta beri friðarmenn- ingu í eigin garði og nánasta um- hverfí. Harpa Amardóttir Ieikari, sem skrifaði friðarleikritið Rómeó og Júlia og Amor og sýndi öllum 5. bekkingum í Reykjavík, hefur hug á að standa fyrir hátíð frið- arbekkja í Borgarleikhúsinu á árinu 2001 ef margir bekkir ákveða að verða friðarbekkir og skrá sig á friðarbekkjavef Skóla- torgs. Á vef Skólatorgs er að finna t.d. rök fyrir því að gerast frið- arbekkur: • Vegna þess að friðarvefurinn á Skólatorgi er vettvangur fyrir böm til að láta rödd sína heyr- ast en Sameinuðu þjóðimar hafa lýst því yfir að skoðanir baraa séu jafngildar og fullorð- inna og að það eigi að hlusta á þær ef finna eigi góðar lausnir á stríði. • Einn dag á ári, þriðjaþriðju- dag í september, er lögð sér- stök áhersla á þetta með því að halda „Hlustið á bömin- daginn“ (Hear the Children Day) sem Sameinuðu þjóðimar standa fyrir. • Vegna þess að böm geta tekið þátt í því að breyta heiminum til betri vegar. • Vegna þess að böm í of mörg- um löndum þjást vegna mat- arskorts og stríðsástands. • Vegna þess að þá geta bekkir tekið þátt í skemmtilegum uppákomum. • Vegna þess að þá geta böm skipst á hugmyndum og látið gott af sér leiða í sínu hverfi eða byggðalagi. Hvað geta bekkir gert? Einnig er sagt frá nokkmm hugmyndum um hvað íslenskir friðarbekkir geti gert: • Reisa friðartré. Friðartré er reist í hverfinu eða byggðalag- inu til að minna fólk á að eina leiðin til að halda friðinn er að rækta frið í hjarta sínu og í samskiptum við aðra. • Standa fyrir „friðarmi'nútu“ í skólanum smurn á alþjóðadegi friðar Sameinuðu þjóðanna í september ár hvert. • Fylgjast með viðburðum á Net- inu og fylgja þeim eftir hér á landi. • Hafa samband við aðra frið- arbekki í heiminum. • Vera með í starfi íslenskra frið- arbekkja hér á Skólatorginu. • Hafa umræður í bekknum um helstu gildi friðarmenningar. Yfirlýsing um friðarmenningu YFIRLÝSING Sameinuðu þjóð- anna um friðarmenningu og afnám ofbeldis árið 2000 er á Netinu: www.unesco.org/manifesto2000 og hafa 73 milljónir einstaklinga hvaðanæva úr heimin- um skrifað undir hana, þar af 607 íslendingar. Markmiðið var að safna fyrir aldamót 100 milljónum undirskrifta og ef til vill 1.000 ís- lendingum. En yfirlýs- ingin hljómar svona: Við berum ábyrgð á friði! Takið þátt í alþjóðlegri hreyfingu fyrir friðarmenningu og gegn ofbeldi! • vegna þess að árið 2000 verður að marka nýtt upphaf, tækifæri til að breyta menningu ófriðar og ofbeldis í menningu friðar og sátta. • vegna þess að þessi breyting krefst þátttöku okkar allra og breytingin verður að efla með ungu fólki og kynslóðum fram- tíðarinnar gildismat sem hvetur þau til að móta heiminn á gmnd- velli réttlætis, samstöðu, frelsis, virðingar, samlyndis og hag- sældar öllum til handa. • vegna þess að friðarmenning getur rennt styrkari stoðum undir sjálfbæra þróun, vemdun umhverfisins og velferð fyrir alla. • vegna þess að mér er ljóst að ég ber einnig ábyrgð á framtíð mannkyns, sérstaklega framtíð bamanna. • Ég heiti því að dags daglega, í fjölskyldu minni, í vinnunni, í heimabyggð minni, í landinu mínu og í heimshluta mínum að: 1 Virða allt líf. Virða lífið og sæmd hvers einstaklings án mismununar eða fordóma. 2 Hafna ofbeldi. Vera friðsamur, hafna hvers konar ofbeldi: líkamlegu, kynferð- islegu, andlegu, efnahagslegu og félagslegu, sérstak- lega gagnvart þeim sem em varnarlausastir, ‘s.s. börn og unglingar. 3 Deila með öðmm. Deila af ör- læti tíma mínum og efnislegum gæðum til að vinna á óréttlæti og stjórnmálalegri og efnahags- legri undirokun. 4 Hlusta til að skilja. Verja mál- írelsi og menningarlega fjöl- breytni, ræða málin og hlusta án þess að taka þátt í öfgum, róg- burði eða útskúfun. 5 Vemda jörðina. Láta mér annt um lífið og vera varkár og ábyrgur neytandi sem gætir jafnvægis í náttúm jarðar. 6 Endurvekja samábyrgð. Leggja mitt af mörkum við þró- un samfélagsins með jafnrétti og virðingu fyrir lýðræðislegum gildum að leiðarljósi svo að sam- an getum við mótað nýja sam- stöðu. Dagsetning og undirritun viðkomandi. www.unesco.org/ manifesto2000 ALLT TIL ALLS FYRIR KEPPNISMENN Ótrúlegt úrval KR-flugelda í hæsta gæðaflokki Barnapakkinn 1.600 kr. Bæjarins besti 3.800 kr. Kökupakkl 3.800 kr. Sparlpakklnn 2.700 kr. Tröllapakki 7.500 kr. Melstarapakki 30.000 kr. 2000 pakki 18.000 kr. | Styrkjum ungmennastarfíd kaupum KR-flugelda SOLUSTAÐIR KR-heimilið Frostaskjóli Gleraugað, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) Q fe EápgBf I' s * K- l'M lí WmÉ:. - - Ki Ir.." ■,p,„

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.