Skírnir - 02.01.1848, Blaðsíða 95
97
þúsundir endurbœttrar trúar (reformerte), en hjer um
bil níu hundrub þúsundir katólskrar trúar.
I Svyssalöndum hafa síbustu árin verib miklir
flokkadrættir og ýmsar óeirbir. I Skírni í hitti fyrra
er getib óeirba þeirra, er urbu út úr jesúmönnum áriö
1845, og hvernig þeim reiö af þaö áriö, en þær voru
þó eigi á enda meö öllu; því aö sjö hjeruö gjöröu sam-
band sín á milli, og kölluöust Aöskilnaöarsamband
Sonderbund). þessi hjeruö voru Luzern, Zug, Vri,
Sclivytz, Vnterwalden, Freiburg og Wallis, og
eru íbúar þeirra allir páfatrúar; lofuöuþau aö hjálpa
hvert ööru, ef hin hjeruöin rjeöust á þau. þetta sam-
band virtist hinum hjeruÖunum vera meö öllu ólögiegt,
þar eö á kveöiÖ er í sameiningarsamningnum, er gjöröur
var áriö 1815, aö ekkert samband geti staÖizt milli
einstakra hjeraÖa. J>aÖ mun líka vera mála sannast,
aÖ samband þetta hafi öllu fremur veriö gjört af
stjórnendum þessara hjeraöa, en aö vilja hjeraÖs-
manna sjálfra; sættu og margir afarkostum af hendi
stjórnarmanna, og uröu aö flýja eignir sínar og óöul.
I fyrra vetur um miös vetrar leytiÖ tóku ýmsir sig
saman í Freiburgarhjeraöi og gjörÖu uppreist; uröu
þeir alls hjer um bil sex hundruö aö tölu ; þeir fóru
áleiöis til Freiburgar, og ætluöu aö reka stjórnendur
frá, en þeir sendu vopnaö herliö á móti þeim. Upp-
reistarmenn sáu eigi sitt fœri aÖ berjast viö slíkt
ofureíli liös, og flúöu víös vegar. Margir voru teknir
og settir í höpt, er þátt höföu átt aÖ uppreistinni,
eöa voru grunaöir um þaö. Eptir þaö var alltkyrrt
þangaö til í sumar. Fimmta dag júlímanaöar í sumar
komu menn á þingiö, og var þaÖ í þetta skiptiö hald-
iö í Bern. Nú var mál þetta tekiö fyrir, og var þaö
5 c