Skírnir - 02.01.1848, Blaðsíða 12
14
dœmanna Sljesvíkur og Holsetalands. Skömmu eptir
ab nýmæli þetta birtist, áttu Holsetar fund meb
sjer í bœ þeim, er heitir í Nýja-Munster; þab var
20. dag júlímánabar. A þessum fundi var á kvebið
ab senda bœnarskrá til fulltrúa Holseta, er þá voru
saman komnir í Iziliú. Bœnarskrá þessi þótti í
sumu vera of nærgöngul konungi og tign hans;
var t. a. m. sagt í bœnarskránni, aí> konungur
hefbi í nýmælinu og brjefum hans til þingmanna í
Izihó gjört rjettindi hertugadœmanna vafasöm, og
reynt aS slíta þau bönd, er tengja hertugadœmin
saman, og viljab steypa þeirri undirstöfeu, er sam-
band þeirra styfcst á. Síbar stóib í bœnarskránni til
þingmanna: -(þjer munub eigi sitja kyrrir hjá, og
horfa á, a& nafn þjóbverja sje smánab og svívirt.”
Bœnarskráin endabi meb þessum orbum: (tHrópib
til allra þjóbverja , ab þeir horfi eigi abgjörbalausir
á, ab eins verbi farib meb oss, og ábur hefur farib
meb Elsass og Lúxemborg.” þessar greinir og
nokkurar fleiri í bœnarskránni þóttu svo saknæmar,
ab höfbab varmál á móti höfundi bœnarskráarinnar og
forsætismanni fundarins. Höfundur bœnarskráarinnar
hjet Lórenzen; hann var kennari vib háskólann i
Kíl; en forsætismaburinn hjet Beseler; hann var
málafœrzlumabur vib yfirdóminn í Sljesvík. Málum
þessum var lokib í ofanverbum ágústmánubi, og
var Lórenzen dœmdur til ab sitja eitt ár í varbhaldi,
og lúka hálfum málskostnabi, en Beseler var dœmdur
sýkn saka. Beseler hefur ábur verib einn af full-
trúum Sljesvíkurmanna, og í vor var hann kjörinn
af nýju í þing þeirra, en konungur vildi eigi stab-
festa kosningu hans. Beseler birti þá í dagblöbum,