Skírnir - 01.01.1857, Qupperneq 116
118
FRÉTTIB.
Viftb®tir.
eins langstætt ósamlyndi milli Scheels og hinna rá&gjafauna. Kon-
úngur hefir nú leyst Scheel frá ráhsmennskunni, en hinir þjóna
embættunum enn um stund.
Sagt er, afc konúngur hafi farib fyrst til Bluhme og leitab rába
hans um nýja rábgjafa, en hann hafi færzt undan; þá er sagt, ab
konúngur hafi snúib sér til Tillisch og bebib hann ab útvega nýtt
rábuneyti, en hann vildi heldur eigi. Eptir þessar tilraunir fór kon-
úngur á fjörurnar vib Andræ, og bab hann reisa vib rábuneytib aptur
og útvega tvo menn, er nú vantar í stab Scheels. Mælt er, ab
Andræ hafi bebizt undan því, og sagt hann vildi eigi lengur vera
forsætisrábgjafi, og er nú Hall álitinn líklegastur til þess framvegis.
Michelsen, rábgjafi skipalibsins, er nú settur til ab vera líka utan-
ríkisrábgjafi um stund, en Lundbye herstjórnarrábgjafi til ab vera
rábgjafi hertogadæmanna Holsetalands og Láenborgar. þab er eins
og Danir ætli sér ab setja uhart á móti hörbu”, og vili benda
þjóbverjum til utrémúranna”, er Prússum urbu svo skeinuhættir
síbast, enn þótt ekki rébi þemistokles fyrir þeim.
Mál Dana vib þjóbverja liggja nibri nú um stund, meban
Danir eiga í þessum rábgjafa kröggum; er mælt, ab þjóbverjar
hafi gefib þeim tíma til ab koma rábuneytinu í lag, ábur en þeir
byrjabi fyrir fullt og fast, sem þó varia getur lengi dregizt, því
þjóbverjum, einkum Prússum, er fullkomin alvara meb þab mál.
þab er til marks um áhuga Prússa, ab á þíngi þeirra komu nú
tveir menn fram, Below og dr. Stahl, er bábir eiga sæti á höfb-
íngjaþínginu, meb bænarávarp þess efnis, ab þíngib beiddi stjórnina
ab líta á mál hertogadæmanna, rétta hluta þeirra og sjá um, ab þau
yrbi abnjótandi allra þeirra gæba, verndar og réttinda, er þýzka
sambandib gæti og ætti ab aubsýna |)eim. Nefnd var sett i málib,
og varb hún fullkomlega samþykk bænarávarpinu. Manteuflfel,
utanríkisrábgjafi og rábuneytisforseti Prússa, tók vel undir þetta
mál, en mælti þó á þá leib, ab Prússa stjórn þætti mikib undir
því komib, ab Prússland og Austurríki gæti starfab samhuga í
þessu máli, svo enginn gæti sagt, ab Prússland væri ab ríba undir
og æsa abra upp á móti Dönum; hann lofabi ab lyktum ab leggjast
eigi mál þetta undir höfub. Síban var nefndarálitib samþykkt í höfb-
íngjastofunni meb 83 atkvæbum gegn 3. þab er brotalaust, ab