Skírnir - 01.01.1871, Blaðsíða 73
ÓFRIÐURINN.
73
menn og gæöingav keisarans, sem hafa knóÖ hann til stórræð-
anna og haft allar klær frammi aÖ eggja fólkiÖ í París og koma
því í hermóÖ. AnnaÖ báru þau og meÖ sjer, jraÖ sem sje, að
áskilifl sjer í þokkabút 30 af hvcrju hundraði þess fjár, sem heimtist.
Hann slær seinast á hútun í brjeflnu, að gera alþýðu það kunnugt,
sem farið hefði milli þeirra Mornys. Conti, skrifari keisarans, sá þá
eigí annað ráð til, en að húta saksúknum á móti fyrir róg um dauðan
mann, og mcð því að hinn treystist eigi að ganga hjer i berhögg, Ijel
hann allt kyrrt liggja. f>ar fannst brjef frá Persigny, er ráðleggur
stjúrninni að reyna að þægja einum málaflutningsmanni, Sandon að
nafni, með 20—30 þúsundum franka; en Iiillault ráðherra hafði opt-
sinnis látið taka þenna mann fastan og i eitt skipti haldið honum lengi
i vittirringahúsi — en þá hafði múður hans fallið svo þungt um, að
hún beið bana af. Persigny kallar aðferðina við manninn afleita og
dæmalausa. Enn fremur voru þar brjef frá dúmara, er Devienne heitir,
og komu við klaridurmál innanhirðar, eða mók keisarans við eínbverja
lausungarkonu. Hún hafði orðið lausmál um þetta, og átti dómarinn
að bjúða henni hallargarð til eignar og íbúðar fyrir sig og barn sitt,
að hún tæki öll orð sín aptur. Verra en þetta allt var það, er nú
þótti sannast um löggæzlustjórn keisarans, einkanlega yfirstjórann Pietri
og einn embættismanoa hans, þann er Lagrange heitir. |>að er nú
uppgötvað, að löggæzlustjórnin sjálf hefir átt höfuðþátt í flestum sam-
særisráöum og sumuin morðráðunnm, eða keypt menn til að vekja óspektir
og tæla menn til samsæra. Grecco, ítalskur maður, er var fyrir morð-
ráðunum 1853, var til þess settur eða keyptur af löggæzlustjórninni,
en hann ljet hana vita, hvar komið var, þegar ailt var til búið, og
var hann þá keyrður með hinum i dýflissu. Siðar var honum hleypt
út og komið til Ameriku, og naut hann þar gúðra daga á kostnað
keisarans. Eins stóð á samsærinu í fyrra vor, er uppgötvaðist tvcim
dögum fyrir atkvæðagreizluna 8. mai. Fyrir því var sá maður, er Be-
aury hjet; hann hafði strokið úr hernum til Belgíu, — en hafði ella
hið versta orð á sjer —, og kom þaðan launungarlcga og fúr að veiða
samsærisbúfa til fylgis við sig. jýegar hæst stóð í stönginni, Ijet hann
Pietri vita, hvað í efni var, og nú var eigi sparað að mæia sem heipt-
úðlegast um mótstöðumenn keisarans, er enn hefðu búið honum helj-
arvjelar. en þegnlegu fjelagi og reglu umrót og kollvörpun. það var
sagt hreint og beint, að þeir sein nú gæfu atkvæði gegn keisaranum
gæfu þau í reyndinni Beaury, morðráðamanninum. Hitt vita nú allir,
að Beaury var einn af leyndartólum þeirra Pietri og Lagrange. Menn
segja því, að þar muni mart fróðlegt hafa farið í eldinn, er Piétri
tókst að brenna leyndarskjöl sín.