Skírnir - 01.01.1871, Page 85
ÓFRIÐDRINN.
85
sína ’og harSfengi, en nú Jiótti honum svo komií, a8 til einskis
mundi a8 Jreyta frekar vörnina. J>ann 27. september ljet hann
draga upp hvítan fána á öllum her-turnum og á tveimur virkjanna.
Daginn eptir gafst borgin á vald og herliöiS me8 þeim kostum,
sem þjóSverjar voru vanir a8 setja. í herfangi því, er J>jó8-
verjar tóku, voru 1070 fallbyssur. Strassborg bafSi þá varizt í 48
daga, Og frá því er skothríbin hófst, höfbu ri8i8 a8 henni og virkj-
unum 193,722 skota og sprengihnatta, e8a sem reiknab er 6279
á hverjum degi (a8 jafnabartali), 269 á hverri stundu, 4 — 5 á
mínútu. — Sem nærri má geta, hafa Prússar lagt miki8 fje til
a8 bæta borgarspellin, en þa8 sem eigi verSur upp bætt, er
handritasafn bókhlöbunnar, og fleira af áþekkum au8i, er þar
var fólginn.
Fleiri atburðir í septembermáimði.
Allar borgir á Frakklandi, þær er eigi voru á valdi J>jó8-
verja, höf8u ab vísu kennzt vi8 hina nýju stjórn og heitiS henni
fulltingi sínu til a8 reka óvinaherinn út úr landinu, en þó bar
skjótt á sundurieitni og flokkadráttum bæ8i í höfubborginni og í
enum meiri borgum, einkanlega í Lyon og Marseille. J>eir menn
og flokkaforsprakkar, er höfbu jafnan á8ur prjedikaS fyrir verk-
mannalýbnum og fáfróbri alþýSu þær rjettindakenningar, er hljóta
a8 fara í bága vib hverja stjórn sem er, raska lögum og laga-
skipan og ripta öiium löglegum og e8lilegum rjettindum einstakra
manna og stjetta, tóku nú a8 æsa lýbinn til fylgis vi8 sig og til
óhlýöni vib stjórnina, og þóttust, sem fyrri, vera þess einir um
komnir, a8 skapa þjóSveldinu rjett lög — „a8 frelsa þjó8veldi8
og ættlandi8“, sem þeir komast a8 or8i. J>essir menn koma svo
vi8 raunasögu Frakklands umlibiS ár, ab vjer verSum síbar ab
segja nánar af tiltektum þeirra og hva8 af þeim leiddi, en getum
þess hjer þegar, a8 hin nýja stjórn varb strax aS hafa tvennt í
takinu, a8 sjá vi8 ráSum þeirra og bæla nibur óspektir lýSsins á
ýmsum stöSum, og í annan stab, ab skipa til landvarnanna. Um
þessar mundir (í september) ur8u miklar róstur op lýSsuppþot
í Lyon af æsingum þessara manna, er tíbast eru nefndir „sósial-