Skírnir - 01.01.1871, Qupperneq 127
FRAKKLAND.
127
í bæjarstjórninni, borgaraliSiö velja sjer fyrirliöa, og fleiri vilkjör),
en því var öllu hafnaÖ. Nú var Parísarbúum boöiö (af uppreisn-
arnefndinni) aö kjósa menn í bæjarstjórnina, en 360,000 kjósenda
(af 500,000) bjeldu sjer utan viö kosninguna. Sem vita mátti,
voru kosnir hinir stækustu lýÖvalds- og byltinga-garpar Blanqui,
gamall óeiröaforsprakki og sameignaprjedikari, Felix Pyat, sam-
særishetja, Flourens, er áÖur er getiö, og fleiri af £ví liÖi. I
aÖalnefnd borgaraliösins voru 20 menn, en nöfn þeirra lítiö
kunnug eÖa alls ekki, og hafÖi hún til þessa stýrt tiltektunum —
aÖ því kallaÖ var. Forseti hennar hjet Assi, af verkmanna stjett
og einn af forustumönnum í enu almenna verkmannafjelagi (af
iÖnaÖar- og verkmönnum frá öllum löndum). Seinast í marz-
mánuÖi var nú skipaÖ svo til stjórnar, aÖ nefndin fjekk ráöin í
hendur borgarráÖinu (þeim er kosnir höföu veriö), og framkvæmd-
arvaldiö 7 manna nefnd (ráöherrum). — Oss þykir ekki fróÖlegra
aö nefna þessa menn, enda var mjög optlega skipt um, einkum
þá er fyrir hermálunum voru. Meöal Jeirra er Cluseret nefndur
— er sumir segja, aÖ hafi veriÖ írskur aö ætt og af Feníaliöum
—, og J>ótti mönnum meira úr honum rekjast, en ætlaö var. I
foringjaráöi uppreistarmanna kenndust útlend nöfn, og af þeim er
einkum tveggja Póllendinga — Dombrowski og Wroblewski —
mest viÖ getiö. þeir kváÖu hvervetna hafa sýnt bæÖi hreysti og
herkænsku. Af frakkneskum mönnum er sjerílagi getiÖ eins yfir-
liÖa úr skothernum, er Cecilia hjet. Hann á aÖ hafa veriÖ af-
buröa vel aÖ sjer bæÖi í hermennt og ýmsum fræÖum (kunni t.
d. 22 tungumál). f>á er og nefndur annar, er Rossel hjet, og
síöar fjekk alræöisvald í herstjórninni. Einnig er ailmargra
getiÖ, er komust í virÖingar af lágum stöÖvum, t. d. hershöfÖingja,
Duval aÖ nafni, er haföi veriö þjónn í veitingahúsi. Fjárhags-
ráösgjafinn hafÖi til þessa tíma haft atvinnu sína af bókbandi.
Seinasti herstjórnarráöberrann var Delescluse, er opt hefir staöiö
í oddvitaflokki fyrir óeirÖum í París og víöar. Aö því leyti var
líkur bragur á þessari byltingu og hinni miklu fyrir aldamótin,
aÖ hver trúði öÖrum sem verst, og ávallt var verið aö skipta um
foringja og lýðstjóra, setja þá í varöhald fyrir kvittsagna eða
tortryggnis sakir, en optast var þeim veitt lausn, og undir fall-