Skírnir - 01.01.1883, Page 4
6
ALMENN TÍ8INDI.
enn við eitt verkefni i miklu stímabraki að standa, og það er:
að finna rjett hóf þegnlegrar fjelagsskipunar. Verkefnið er
eins gamalt og saga þeirra sjálfra. Vjer skulum greina þetta
nánara. Saga Forngrikkja og Rómverja segir af konunga-
ríkjum og þjóðveldum, og hið sama á sjer enn stað hjá mennta-
þjóðum heimsins. þær deilast enn á vorum timurn í þessar
tvær aðalskipanir ríkisstjórnarinnar, en greiningin verður breytt-
ari, þegar á hitt er litið, hvernig þær koma fyrir hvorri um
sig, þjóðstjórn og konungsstjórn. I þjóðveldinu geta lýðrjett-
indin eða lýðvaldið takmarkast með ymsu móti, en hvað kon-
ungaríkin snertir, þá er fyrst að greina á milli ótakmarkaðs
og takmarkaðs einveldis, en hið takmarkaða getur aptur deilzt
eptir mismunandi háttum og lögum, er þau bönd varða, sem
á það eru lögð.
Á þessari öld sjerílagi tóku þjóðirnar á meginlandi álfu
vorrar, sumpart að taka upp þingstjórnarhætti eptir Englend-
ingum, og sumpart að breyta þeim eptir ensku sniði. Engunr
gat dulizt, að Englendingum hafði tekizt að koma ríkisstjórn
sinni í þær stellingar, að allt, bar vott um rögg, staðgæði,
þegnfrelsi og þrifnað i öllum greinum, og slíkt mátti þá þykja
flestum vel fallið til fyrirmyndar. Kalla má, að Norðmenn og
Hollendingar riðu hjer á vaðið (1814 og 1815). Eptir byltingar-
viðburðina 1830 bættu Frakkar sína þingstjórn, en 1848 færð-
ist nýr hristingur á flest ríki norðurálfunnar, og lyktirnar urðu,
að þingbundin konungsstjórn var leidd í lög í nálega öllum
ríkjum, þar sem slíks naut ekki við áður, nema á Rússlandi
og rikjunum á Italíu, að Sardiníu undanskildri *). Breytingunum
á meginlandinu var tekið með miklum fögnuði, og öllum þótti
hjer vera nýju neti að treysta. En að nokkrum árum liðnum
fóru margir að taka eptir því, að flestar þjóðirnar á megin-
landinu höfðu ekki sniðið sjer stakk eptir vexti. Lögin stóðu
*) það er annars eptirtekta vert, að nokkrum árum áður enn megin-
landsþjóðunum tók að verða svo starsýnt á fyrirmyndarstjórn Englands,
var þar risinn upp flokkur, sem nefndist "kartistar,» og lieimtuðu
meginbreytingar á stjórnarskipan Englendinga.