Skírnir - 01.01.1883, Side 7
ALMENN TÍÐINDI.
9
öld, er þeir hefðu gert leiptureldinn að þjóni sínum. Menn hefðu
treyst þvi, að hver þjóð mundi gera hina vitrustu, reyndustu
og valinkunnustu menn að þingfulltrúum sínum, en reyndin
haíi orðið önnur nálega i öllum löndum. Menn þyrftu eklu
annað enn líta til fríveldis fyrirmyndarinnar i Norðurameriku.
Alsherjarþingið í Washington væri orðið að vígvelli, þar sem
flokkarnir væru að heyja viðureign sin á milli um eiginn
hagnað, en rikinu til of litilla þarfa, enda væru margir dug-
andi menn farnir að draga sig í hlje og vildu eiga sem
minstan hlut i þingmálunum. Liks gætti á Frakklandi og
Italíu. Allt væri hjer á hverfanda hveli, óþol og kergja rjeði
mestu í öllum atgjörðum, menn vildu breyta og endurskapa,
og tækju á flestum málum fálmandi hendi. Stundum væri það
kjarkmikill ráðherra sem gerði meiri hlutann sjer leiðitaman
og teymdi þingmennina hvert sem hann vildi, og annað veifið
væru það fulltrúarnir, sem skotruðu ráðherrunum undan sjer,
og gerðu svo valds- og umboðsstjórnina valta og reikandi. A
þingi Spánverja væru margir málsnillingar, en ræðulistin yrði
opt til þess að rugla menn í ritningunum, og þar kæmi eigi
sjaldan, að þeir gerðu ekki greinarmun á löglegum og ólög-
legum stjórnarbreytingum. A þingi Grikkja stæði i sífelldum
flokkadeilum, en nauðsynjamálum landsins væri lítill gaumur
gefinn. 1870 hafi einn maður, Bournuof að nafni, fornfræð-
ingur, komizt svo að orði um þing Grikkja: „þegar þingmenn
eru nýkjörnir, eru þeir ráðherrunum jafnan fylgisamir, en innan
skamms reynast þeir einir traustir, sem hafa fengið nokkra
saðningu þurfta sinna. Hjer er ekki nóg fyrir hendi, að bera
á borð fyrir alla, og margir hljóta að sitja á hakanum, en
kunna því afarilla. þeir óánægðu leggja svo lið sitt saman að
steypa ráðaneytinu. Nýir ráðherrar, ný flokkabreyting — og-
leikurinn hefst að nýju“. — A þýzkalandi færi fæst afskeiðis,
svo væri kjarkmiklum og vitrum skörungi fyrir að þakka, sem
hjeldi þinginu í skefjum og hefði búið svo vel um hnútana
(sjá þáttinn um þýzkaland). Um sitt land (Belgíu) segir
Laveleye, að þar muni þingstjórn fara einna skaplegast úr
hendi. Hjer sje ekki nema tveir höfuðflokkar, og þeir skiptist