Skírnir - 01.01.1883, Side 10
12
ALMENN TÍÐINDI.
inu. Seinna leiðir hann fyrir sjónir, hvernig þingflokkastjórnin
hafi á ítaliu spillt fyrir allri tilhlutan þess rikis um útlend
málefni, og vakið að eins tortryggni erlendis, og eigi minnst
þar, sem ráðherrarnir hugðu til sambands (t. d. í Austurríki).
I útdragsgreininni er og getið ritlinga eptir frakkneska og
þjzka rithöfunda, og taka þeir engu linara á kaununum enn
hinir. Franskur maður, Edouard Boinvilliers að nafni, tekur
svo djúpt i árinni, að hann kennir þingflokkastjórninni um allt
böl Frakklands, ófrið meðal þegnanna og herinnrásir útlendra
þjóða. Sumir af hinum yztu vinstramegin eru að nokkru leyti
á sama máli, og Clemenceau, mesta skörunginum í þann arm
þingsins, fórust einu sinni svo orðin, að „nú mætti þó þykja
fullreynt um þingstjórn á Frakldandi eptir ensku sniði“. Louis
Blanc, sögufræðingur og rithöfundur aí sósíalista liði, segir,
að það einkenni mest þingflokkastjórnina, hvernig menn beit-
ist smábrögðum, hve mörg smámenni taki þátt i baráttunni, og
hve mjög menn verði að hyggja eptir smámunum til að ná
nægum þingafla, og á meðan mest lendi i sliku, hafi menn
optast gleymt ættlandi sínu og þess þörfum. þvzki rithöfund-
urinn er ekki nafngreindur, en hann tekur mart af því sama
fram, sem finnst i ritlingum þeirra Laveleyes og Minghettis og
segir, að þingstjórn hafi hvergi borið heillaávexti á meginlandi
álfu vorrar, en hann ætlar samt, að hún kunni að batna í
sumum löndum, þó hún muni aldri eiga við á þýzkalandi.
Að Bismarck sje á sama máli, má sjá í frjettakaflanum frá
þýzkalandi.
Nærri má geta, að margir hafi tekið til andmæla í gegn
þessum kenningum. Til eru að nefna dagblöðin Journal des Dé-
bats og Times, sem játa bæði, að þingstjórn hafi sina ann-
marka, en spyrja, hvað megi betra finna. Rithöfundurinn í
enu fyrnefnda blaði, E. Zévort að nafni, svarar Edouard
Boinvilliers (sem fyr er nefndur), að það sje keisaradæmið sem
hafi valdið öllum óferlum Frakklands, og hann biður menn
íhuga, hverir viðvaningar Frakkar sje í rauninni i þingstjórn-
arefnum, og að það sje ekki meira enn sjö ár síðan almennur
og óbundinn kosningarrjettur til rikisþingsins hafi verið i lög