Skírnir - 01.01.1883, Síða 12
14
ALMENN Tͻ1NDI.
studdu valdi, hvort sem ræðir um konungsríki eða þjóðveldi.
það er satt, að þar eru færri um setningu laganna, þar sem
konungur og ráðherrar hans eru einir um hituna, og eiga hjer
hægra að fá skörunga til framkvæmdanna. En saga rikjanna
sýnir, að kjörið hefir ekki allt af komið á skörunga þjóðanna
eða þá, sem höfðu beztan og þegnhollastan vilja. Sagan hefir
sýnt, að þar sem fólkið átti engan þátt í löggjöfinni, og því
var ekki annað ætlað enn að hlýða í blindni, þar hætti höfð-
ingjunum við að gleyma allri ábyrgð fyrir fólkinu, kalla til
alls sjer sjálfum til handa og venjast þeim álitum, að fólkið
eða þegnarnir væru til fyrir þá, en þeir ekki fólksins vegna.
það er bágt annað enn fallast á þá grundvallarhugsun þing-
stjórnarmanna, að hlutdeild fólksins i lögum og landsstjórn
sje af öllu bezt fallin til að vekja ábyrgðartilfinning sem flestra
fyrir velfarnan samþegna sinna og fósturlandsins. það er eitt
atriði, sem vjer tólcum ekki svo glöggt fram sem skyldi eptir
ummælum þeirra manna, sem fyr eru nefndir, en það var, að
hervarnir rikjanna eða vígafli geti sizt af öllu samfellzt við
þingbundna stjórn eða lýðveldi. þetta virðist þó vera mjög
hæpið. Lýðvaldsríkin fornu á Grikklandi unnu þó stórvirki
með her sinum, og Rómverjar lögðu undir sig mikinn hluta
heimsins, þó þeir ljetu þing og fólk hafa hlutdeild í lögum og
landsstjórn. Vjer þurfum ekki annað enn minnast á afreks-
verk Hollendinga, P'nglendinga, Norðurameríkuraanna og Chile-
verja, til þess að sýna, hvað þjóðasagan hefir til mótmæla gegn
þeirri kenningu. J>að virðist sem þeim mönnum, er halda
henni fram, hafi orðið of starsýnt á sigurvinningar þjóðverja
hinar siðustu, en menn heyra þvi ekki sjaldan fram orpið, að
einvaldskonungarnir í Berlín, ,,herdrottnarnir“, hafi komið fótum
undir vígafla og herveldi þjóðverja, en það hefðu þeir ekki
getað, ef þeir hefðu setið við þingbundin völd. þetta er
eins bágt að sanna og hitt, að Englendingar — til dæmis að
taka — hefðu eignazt meiri flota, enn þann sem þeir hafa nú
og hafa lengi haft, ef þeir hefðu haft ótakmarkað konungs-
vald.
Vjer skulum að niðurlagi minna lesendurna á þann sann--