Skírnir - 01.01.1883, Side 13
ALMENN TÍÐINDI.
15
leika, sem menn hafa viðurkennt frá aldaöðli, að heimilið er
grundvöllur ríkjanna og þegnlegs fjelagsskapar, og er þá sjerí-
lagi til þess að gæta, að hjer sje góður stofn lagður í upp-
eldi og uppfræðingu ungra manna. A vorum timum verður og
að líta til skólanna, að þvi leyti, sem þeir styðja uppeldi og
mannan. I öllum löndum er mikið ritað um rjetta uppeldis-
aðferð, um rjett hóf i aga og frelsi og svo frv., því alstaðar
hefir mátt eptir því taka, að mönnum hefir hætt við á vorri
,.frelsisöld“, sem hún kallast, að leggja svo mikið í frelsið,
hafa það fyrir einskonar „algerfiskontrafei“, sem Eggert Ólafs-
son kallar „dygðina“, að menn hafa feimað sjer við að Ieggja
hömlur á heimtingar og sjálfræði barna og ungmenna — já,
hafa slegið slöku við að innræta þeim virðingu og hlýðni við
foreldra og yfirboðara, lotningu fyrir þeim boðum og kenn-
ingum, sem keíja sjálfsþóttann og eigingirnina, og eru leiðarvísan
til góðra siða. það fer þó enn svo sem fyr, að siðleysið gerir
þegnlífið sjúkt og seyrið, og gufan og rafsegulmagnið lcemur því
að litlu haldi, ef kapprennslið eptir munaði og fjesæld er það
eina, sem likja má við hraða flutningsvjelanna.
Rjettur kvenna aukinn árið sem leið.
Vjer gerum ráð fyrir, að löndum vorum þyki ekki illa til-
fallið að koma við hagi kvenþjóðarinnar erlendis, eða það
sem gert hefir verið til meira jafnrjettis og jafnstæðis með
konum og körlum, og það þvi heldur, sem þing vort er i því
máli komið fram fyrir þingin á Norðurlöndum. Hjer eru þrjú
höfuðatriði, sem sjerilagi koma til greina : jöfn ráð giptra kvenna
við bændurna á þvi sem hjónin eiga eða eignast, eða heimild
þeirra til þess, sem þær afia eða erfa í hjúskap, kosningar-
rjettur, rjettur til atvinnu og embætta til jafns við karlmenn.
Hvað fyrsta atriðinu við víkur, þá gengur viða nokkuð áleiðis,
t. d. i Danmörku (sbr. „Skírni" 1880, 128 bls.), og árið sem
leið á Englandi, þvi þar eru áþekk lög leidd til gildis frá
nýári 1883. þar á móti veitir alstaðar erfiðara með kosningar-
rjettinn, og fæstum þykir við það komanda, að konur kjósi
‘ulltrúa til löggjafarþinganna, A meginlandi norðurálfunnar