Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 16
18
ALMENN TÍÐINDI.
síðan þeir tóku að ganga eptir þegnlegum rjetti sínum, krefj-
ast bæði útfærzlu kjörrjettarins og þeirra jafnaðarlaga, sem
gæti varið þá í gegn vægðarleysi og kúgunarkostum verkmeist-
aranna og annara vinnuveitanda — eða þá beita samtökum og
kappi eða verkaföllum móti ofureflismönnunum og þeirra ósann-
sæi. I vorri álfu eru það verkmenn og iðnaðarmenn á Eng-
landi, sem mest hefir áunnizt að bæta kjör sín, enda hafa þeir
lært betur enn aðrir að leggja lið sitt og krapta saman, og
þeir vita öllum öðrum betur, hverju orka má með samheldi
og þrautgæði. Á Fnglandi hafa þessir menn stofnað tvö fje-
lög, og heitir annað þeirra Cooperists (samkaupendur), en hitt
Trades Unions (bandalög verknaðar- og iðnaðar-manna). Sam-
kaupafjelögin (á Englandi og Skotlandi) eru að tölu 1002, og
fjelagar 612,444. Eitt hið fjölmennesta af þeim fjelögum er i
Manchester. Hvernig hjer safnast þegar saman kemur, má ráða
af því, að það fjelag átti í sjóði við árslok 1881 100 millíónir
króna, en af því það ár hafði verið betra og hagfelldara enn
á undan, var sá munur á árskaupunum, að það nam 45 millí-
ónum króna fram yfir kaupin árið 1880. Fjelögin höfðu sýn-
ing í Oxford í sumar leið, og sýndu þar allan kaupvarning
sinn, húsbúnað, fatnað, skrautsmíði af silfri og gulli, matvörur,
og svo frv. þau eiga sölubúðir, sem fjelagamir vitja til kaupa,
og njóta svo hagnaðar af, sem hlutfall verður til eptir hag-
keypi stórkaupanna, sem fulltrúar fjelaganna annast um bæði
innanlands og erlendis. — Hin fjelögin hafa víðara verkasvæði.
Samtök þeirra lúta sjerílagi að samskotum í sjóði til að efla
bolmagn iðnaðar- og verknaðarmanna móti auðmönnunum og
liðsinna þeim sem rata i atvinnubrest eða rísa á móti ókjörum
og gera verkaföll. Enn fremur gangast þau fyrir áskorunum
og bænarskrám til þingsins um lagabætur þeirri stjett i hag,
málfundum, þar sem slikt er ráðið, eða kosningum þeirra manna
til þings, sem eru úr liði þeirra fjelaga, eða mál þeirra vilja styðja,
og svo frv. þau áttu í sumar fundarhald í Manchester, og
komu þangað 153 fulltrúar frá 126 fjelögum — í þeim 510,592
fjelagsmenn —, og var þar, meðal annara efna, talað um að
koma fleiri formælismönnum á löggjafarþingið. Forseti fund-