Skírnir - 01.01.1883, Side 22
24
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
kyni urðu við það svo uppvæg-ir, að þeir gerðu samsæri, og
vildu ráða hann af dögum. Honum bárust njósnir um sam-
særið, og voru þeir allir handteknir, er í því voru, og áttu að
sæta lífláti. Jarlinn tók þvert f)rrir að staðfesta dóminn, og þú
sneri Arabi og allur hans flokkur mikilli óvild honum á hendur,
og var í orði, at reka hann frá ríki. Vestlægu stórveldin
höfðu horft á leikinn um stund, og umboðsmaður Frakka,
Bligniéres, hafði beðizt lausnar frá embætti sínu, þvi honum
þótti sem til lítillar sæmdar mundi að vinna, ef stjórnin á
Frakklandi (Freycinet og hans ráðanautar) ljeti ekki meira ti!
sin taka. Ráðaneyti jarlsins kvaddi nú aptur höfðingjana til
þingfundar án hans leyfis, en ráðið var það, að lýsa hann frá
völdum, ef hann ljeti ekki undan. Fyrirliðarnir, sem dæmdir
voru til lifláts, voru 40 að tölu, en með þvi að jarlinn vissi,
að soldán mundi sjer einum um kenna og reiðast, ef hann
samþykkti dóminn, þá hjet hann nú á atkvæði og tilhlutun
allra konsúla stórveldanna. En þeir rjeðu honum til að neyta
rjettar síns, og gefa fyrirliðunum upp sakir, en vísa þeim af
landi, og láta þá halda Iaunum sínum. Við slik málalok óx
að eins kurinn i liðinu, og þó höfðingjarnir leituðu samkomu-
lags við jarlinn, og slægju heldur undan, þá var Arabi jafn-
stæltur og áður. Frakkar og Englendingar ljetu konsúla sína
segja kedífinum, að annað mnndi ekki duga, enn að senda þing-
menn heim aptur, svipta Arabi öllum ráðum, og taka sjer dygg-
ari og hlýðnari ráðanauta. Urn sama leyti, eða seint i maí-
mánuði, lögðust flotadeildir vesturþjóðanna inn á höfnina fyrir
utan Alexandríu, og átti það að sýna Egiptum, að þeim var
alvara að skakka leikinn, ef óstjórnin hjeldi áfram. Nú urðu
svo mörg veður í Iopti, að bágt er frá að greina. Arabi æsti
fólkið upp, og allir töluðu nú um ósvifni og ofbeldi kristnu
þjóðanna á móti enum rjetttrúuðu, móti kalífi þeirra í Miklagarði,
og móti þjóðrjettindum og sjálfsforræði hinnar egipzku þjóðar.
Soldán mótmælti flotasending vesturþjóðanna, skoraði á þær
að kveðja flotann burt aptur, kvazt ráðum borinn, en hann ætti
einn rjett á að stilla til friðar á ;Egiptalandi, og koma þar
öllu því í lag, sem aflaga færi. Um hitt efuðust fæstir, að