Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 32
34
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
búnir að bæla niður óstjórnina. f>eir gerðu fyrst samning við
Frakka, að hvorutveggju skyldu halda vörð á leiðarskurðinum,
en hvern þátt Frakkar áttu í þeirri varðgæzlu höfum vjer ekki
sjeð nánara greint. Englendingar skoruðu á soldán sjerílagi
að taka þátt í atförunum, en hann tók dræmt undir, gerði enn
vífilengjur og dró allt á hömlu, þegar á skyldi herða. Svo
leið fram í ágúst, að Englendingar höfðu eigi liðskost til að
halda til fundar við her Arabis, en hann hjelt fyrst stöðvum
með meginher sinn við Kafrdóvar, eigi langt frá Alexandríu, og
ljet stemma vatnsrennsli til borgarinnar, að þar varð þurður á
neyzluvatni. Ur þessu bættu Englendingar svo, að þeir i
langan tíma gerðu sjóvatn að neyzluvatni. Menn segja, að alls
muni her Egipta hafa verið 40—50 þúsundir, en af honum stóðu
varðdeildir eða setulið í ymsum stöðum, t. d. í Kairó, Abúkír,
Ismailju, Damiette og víðar. þe.gar Arabi heyrði, að lið Eng-
lendinga var á leið komið frá Englandi, hjelt hann með mestan
hluta liðs síns austUr á bóginn, og tók sjer aðalstöð, og ljet
paraðauki eiga Englendingar næstum helming allra hlutbrjefanna til
móts við Frakka. 1876 keyptu þeir af kedífinum (Ismail jarli) öll
þau hlutbrjef, sem 'hann átti, en hjer var sá hængur við, að jarlinn,
sem var svo opt í peningaþröng sökum fádæma óhófs og fjársóunar,
hafði selt renturnar til 1894. þær hlaut hann að borga Englendingum
(í ríkissjóð þeirra), og kom það gjald á 2,578,922 kr. á ári, og skyldi
þessi leignaskuld reiknuð meðal ríkisskulda Egiptalands. Jarlinn fjekk
hjerumbil 65 millíónir kr. fyrir hlutbrjefin, en 1881 lenti í óskilum
um leignagreizluna. Englendingar eiga þá enn að telja til 35—36
mili. króna úr ríkissjóði Egipta. En hitt er þó meira vert, að verzlun
landsins er að mestu í höndum Englendinga. Af útflutningum komu á
England 70 af hundraði 1880, en af innflutningum 53 af hnndraði.
Hlutfall Frakka var hið sama ár 8V2 og 17 af hundraði. Enn fremur
skal þess geta, að nálega allir flutningar fara á enskum skipum. 1881
lcomu 7214 skip í hafnir á Egiptalandi undir ensku fánamerki. Sama
hlutfalls gætir, þegarlitið er á siglingarnar um leiðarsundið. Frá 1. mai
1881 til 30. apríl 1882 var öll skipatalan 3006 með 4,257,000 tunnu-
lestum, en af þeim sigldu undir enslcu fánamerki 2484 með 3,512,000
tunnulestum. Fegar Þa® kemur allt saman, sem varðar fjárhag og
fjárgróða Englendinga á Egiptalandi, ætla menn það nemi 300 millí-
óna króna á ári.