Skírnir - 01.01.1883, Síða 39
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
41
úr að rata; það mun rjett, að hann hafi stælt soldán upp
móti þeim í fyrstunni, en hitt er líka víst, að hann hvatti hann
sem mest til að koma sjer saman við Englendinga um atfar-
imar, þegar Fralckar voru úr sögunni. En nú voru það Rússar,
sem eiga að hafa þæft á móti og talið soldáni hughvarf, því
þeim þótti nú málið horfa svo, að Englendingar hlytu að ná
fastari tökum á öllu ráði hans og ríki, enn góðu mætti gegna.
það kom reyndar fyrir ekki, og Rússar hafa hlotið, sem hinir,
að lofa Englendingum að fara sinu fram á Egiptalandi. — En
Frakkar? — þeir hafa alls ekki viljað viðurkenna, að þeir hafi
vanrækt neinar skyldur sínar á Egiptalandi, eða fyrirgert þar
neinum rjetti, og kalla sjer jafnheimilan tilsjárrjettin við hliðina
á Englendingum og áður. Um þetta þrefuðu þeir við Eng-
lendinga til ársloka og lengur, en málið vandaðist fyrir þeim,
þegar kedífinn lýsti tilsjón hinna vestlægu stórvelda úr lögum
(í nóvembermánuði). Frakkar þóttust vel vita, að Englendingar
hefðu blásið honum þessu ráði i brjóst, og kváðu þeim hafa
verið hitt eins sjálfrátt, að láta jarlinn kippa öllu í sama lag
og áður hefði verið um tilgæzluna. f>á grunaði líka þegar, það
sem síðar kom fram, að Bretar ætluðu sjer það hlutverk einum
saman, sem áður var hvorumtveggju á hendur falið. Útaf
þessu fóru mörg brjef á milli þeirra Granvilles og Duclercs,
ráðherra útanríkismálanna hjá hvorum fyrir sig. Yjer höfum
sjeð hermt í blaði eitt — oss minnir helzt hið síðasta — svar
frá Granville. Inntakið var þetta: Kedífinn beiddist ótilkvaddur
tilsjármanna um íjárhag landsins 1876, en erindrekar vestur-
þjóðanna fengu atkvæði í ráðaneyti hans (1878), og við það
stóð til þess er Tevfík jarl tók við stjórninni. Hann vildi
skipa ráðaneyti sitt að eins egipzkum mönnum, og á það
fjellust vesturþjóðirnar eins og á hitt, að tilsjónin yrði tak-
mörkuð. þetta sýnir, að kedífinn hefir ekki skuldbundið sig
til neins í því máli fyrir allar aldir, en hitt er öllum kunn-
ugt, að tilsjónin hætti með öllu við uppreisnina, er öll land-
stjórnin var dregin úr höndum hans. En, segir Granville,
hjer kæmi nýtt atriði til greina: Englendingar hafi einir
haft fyrir því, að lypta kedífinum aptur á veldisstól sinn,