Skírnir - 01.01.1883, Side 51
ENGLAND.
53
samfagnaðarkveðjur; en brjefin og hraðskeytin komu i þús-
unda tali. Meðal þeirra var boðsbrjef frá 240 fjelögum undir
merkjum Viggamanna, sem buðu Gladstone til hátíðarhalds
í minningu dagsins 1832. Eitt brjefsávarpið var frá grískum
mönnum, sem voru staddir i Lundúnum, eða voru þar ból-
fastir. þeir kváðust vilja votta þeim stjórnvitringi þakkir
sínar og lotningu, sem flestum fremur hefði litið rjett og
mannúðlega á mál annara þjóða, og þó Grikkja í fremsta
lagi. Hann hafi af lotningu fyrir móður þjóðmenningarinnar
á vorum dögum stuðt mál Grikklands til frelsis og sjálfsforræðis.
Hafi hann notið unaðar af töfrum enna grísku menntagyðja,
þá hafi Grikkland mikil laun fyrir það þegið, því honum ætti
það helzt að þakka, að Jónseyjar voru aptur við það tengdar,
og hans gjöf væri þessalia í raun rjettri. það væri lika þetta
rjettlæti enskra stjórnvitringa, sem allir þjóðbræður þeirra
treystu, er yrðu enn að bera ok þrælkunarinnar.
þess er getið í „Skírni“ 1880 (24. bls.), að Derby jarl
skildist við Torýmenn. Hann vildi ekki fallast á þann her-
búnað, sem Beaconsfield jarl ljet hefja i andvígishug sinum
móti Rússum. I haust gekk Derby í ráðaneyti Gladstones,
og tók þá þar við nýlendumálum. þá urðu og þau umskipti,
að Hartington tók við hermálum, Childers (fyr hermálaráð-
herra) við fjárhag, og Kimberley við Indlandsmálum.
Herförin til Egiptalands, eða atfarirnar kostuðu alls
61,488,000 króna. það urðu hjerumbil 20 millíónir yfir það
fram, sem til þeirra hafði verið veitt, en sagt var, að frá 1. októ-
bers skyldi allur kostnaður greiddur til landgæzluhers Englend-
inga úr landsjóði Egipta. þingmenn gerðu góðan róm að
þeirri skýrslu. — 18. nóvember hjelt drottningin herskoðan á
þvi liði, sem heim var komið frá Egiptalandi, og var þá mikið
um fögnuð og dýrðir. Drottning átti þar að fagna syni sínum,
er var fyrir einni herdeildinni (Brigade), og hafði reynzt góður
foringi. Wolseley hershöfðingi var fyrir hersýningunni, og
hafði drottningin viðtal af hónum, er henni var lokið. Siðan
fengu þeir Seymour „jafningja“ nafnbætur, og hlaut yfirforingi
landhersins nafnið: Lord Wolseley oý Cairo, hinn Lord Alcester.