Skírnir - 01.01.1883, Page 54
56
ENGLAND.
Arið 1878 voru prentaðar hjerumbil 5000 bækur, og af þeim
ekki fleiri þýðingar enn 500. Skáldritin báru vott um, að andi,
hugmyndir og imyndunarafl fornskáldanna indversku lifir enn
í kynslóð vorra tima. A síðustu 10 árum hafa Indverjar sent
dætur sínar i þá skóla, sem stofnaðir hafa verið til að mennta
kvenþjóðina, og á síðustu íjögra ára bili hefir tala þeirra, sem
þá skóla sækja, aukizt um 400,000. Áður var lítil sem engin
rækt lögð við stúlkurnar, og þeim ekki annað kennt enn hann-
yrðir. Af sliku má sjá, hvernig Englendingum hefir tekizt að
vinna bug á mótstöðu „bramínanna", sem rjeðu áður öllu um
uppfræðingu ungra manna.
Lengi hefir verið haft í ráði að grafa járnbrautargöng
undir sundið milli Englands og Frakklands (Calais-sundið), og
í fyrra var jafnvel byrjað á þessu mannvirki vestanmegin við
sundið. En þegar litið eitt var að gert, fóru Englendingar
að sjá sig um hönd, og stjórnin bað bæði foringja hersins og
aðra skynberandi menn taka þetta mál til vandlegustu íhugunar.
Mest skyldi að því hyggja, hver hætta Englandi gæti staðið
af brautargöngunum. Niðurstaðan varð sú, að tillögur þeirra
manna, sem í nefndina gengu — meðal þeirra Garnet Wolse-
ley, annar hershöfðingi, sem Adye heitir og hertoginn af Cam-
bridge — voru einskorað á móti gangagerðinni. Hugleiðingin
var lik enu fornkveðna: „Vík skyldi milli vina, fjörður milli
frænda“. Englendingar mættu ekki gleyma, hverja vörn þeir
hefðu átt í hafinu, en hjer yrði breyting á, ef jarðföst braut
yrði lögð frá meginlandinu til Englands. það væri satt
að visu, að samgöngurnar yrðu enn tíðari með Frökkum og
Englendingum, hvorumtveggju yrði fljótfarnara yfir sundið og
samskiptin jykust á ymsa vegu, en slik bræðrabýti væru engin
trygging á móti því, að brautin yrði höfð til annara ferða,
eða að herstraumi yrði um þau göng hleypt inn á England.
Saga vorrar aldar kenndi Englendingum að vera varir um sig,
treysta ekki of mjög á samgöngur og bróðurleg samskipti. Slíkt
hefði átt sjer stað með þjóðverjum og Frökkum, með þýzka-
landi og Austurríki, með bandafylkjunum í Norðurameríku, en
þó hefðu atburðirnir orðið þeir, sem öllum væru kunnugir.