Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 56
58
ENGLAND.
f>ann 19. aprll dó náttúrufræðingurinn mikli, C h ar 1 es Darwin,
þá kominn á íjórða árið um sjötugt. Hjer missti England
hinn alfrægasta sona sinna á þessari öld, vísindin og hinn
menntaði hluti mannkynsins forustuleiðtoga í rannsóknum
náttúrulifsins. það er oss ofvaxið, að skýra svo frá í stuttu
máli rannsóknum og afrekum þessa manns, að vjer hljótum
ekki að játa, að lesendur vorir verði litlu nær að geta metið
það, sem hann hefir fundið og framsett i ritum sinum. Vjer
viljum því heldur hlíta nokkrum ummælum um hann í dag-
blaðinu Times, sem vjer bætum hjer síðar við að niðurlagi.
Charles Darwin fæddist 12. febrúarmán. 1809. 1825 kom
hann til háslcólans í Edínaborg, og áður enn hann fór þaðan (eptir
3—4 ár?), hafði hann lesið upp fyrstu ritgjörð sína í náttúru-
fræðafjelaginu Plinius Society; efni hennar úr dýrafræðinni.
Síðan komu í tímarit margar ritgjörðir eptir hann, sem öllum
fannst mikið til koma, og sjerílagi hinum fræga jarðfræðingi
Charles Lyell. Darwin var á herskipinu „Beagle“, sem sigldi
umhverfis jörðina, og var 5 ár á þeirri ferð, frá 1831—1836,
því víða var dvalið all-lengi til að kanna lönd, höf og eyjar,
dýrakyn, jarðargróða og jarðlög. Um þá ferð — eða lýsingu
rannsókna og funda — ritaði Darwin stóra bók i tveim bindum,
sem kom á prent 1845. Öllum fannst mikið um þetta rit, en
í því má finna margan vísi þeirra kenninga, sem síðar komu
fram í ritum Darwins. Áður enn þetta rit kom, hafði hann
lika birt ymsar ritgjörðir, t. d. um myndun kurjelseyja, jarðlög
í Suðurameríku, um eldfjallaeyjar og fl. þá hafði hann lika
tekið til að rannsaka, hvernig moldin er undir komin, og
þeim rannsóknum hjelt hann áfram síðan, og hin síðasta rit-
gjörð hans var um það efni, eða hvern þátt ánamaðkar eiga
í plöntulífinu og yfirborðsmyndun jarðarinnar. Höfuðrit hans,
eða þau sem hafa áunnið honum mesta frægð, eru ritin um
„Uppruna tegunda og kynþátta*, um „Kynferði mannsins og
æxlunarhætti dýranna“. — Darwin var heldur heilsutæpur, en
ferðirnar juku hjer á, er hann var ávallt mjög sjóveikur, og
hlifði sjer aldri við neinu veðri nje vosbúð, þegar hann var á
landi. Hann reikaði um mýrar og skóga, og ljet opt fyrir-