Skírnir - 01.01.1883, Síða 57
ENGLAND.
59
berast úti um nætur, og sofnaði þar sem hann var kominn,
þegar svo bar undir. Læknarnir urðu ávallt að hafa mestu
gát á honum, en sjálfur vandist hann að fara varlega með sig,
er hann hafði setzt um kyrt á garði sínum í þorpinu Down
(i Kent), og hann sá að kraptarnir mundu ekki endast til
starfanna, nema hann hefði varhyggð á sjer. A heimilinu átti
hann mikið ástriki, og við banasæng hans stóð konan og flest
barnanna. þau eru 7, 5 synir og tvær dætur. Honum var
veitt leg i Westminsterkirkju hjá frægðarskörungum Englend-
inga. Tveim dögum eptir lát hans stóð í Times: „Alíka og i
dag munu þeir menn, í hverju landi sem er, harma í margar
aldir lát ens mikla manns af vorri þjóð, sem kunna að meta,
hvað hann hefir afrekað fyrir vísindin, já þeir allir, sem heiðra
hvern þann, er hefir helgað lif sitt eptirgrennzlun sannleikans.
þeim stormi er nú slegið niður, sem reis þegar rit hans „Um
uppruna tegundanna og kynþáttanna“ birtist. Hinir vandtrúuðu
lesa nú þetta rit og íhuga grandgæfilega kenningar Darwins
um þróun og kvíslan lifsmyndanna úr frumpörtum tilverunnar,
og ætla, að þær geti samlagast grundvallarhugsunum þeirra
sjálfra. Kenningar Darwins hafa ekki að eins fest rætur í
rannsóknunum um náttúrulögin, frjófgað þær og gert þær
grandgæfilegri, en menn hafa tekið upp hans hugmyndatáknan
og orðatiltæki, og hafa þau um hönd í hversdaglegu lífi. Vjer
tölum nú hiklaust um „þróun og kvíslan lífsmyndanna“, um
„baráttuna fyrir tilverunni11, um „sigur hinna öflugustu og
fjörgæddustu dýra“. Rannsóknaratferli náttúrufræðinnar ræður
nú flestum greinum annara rannsóka. Menn heimta nú frjálsa
og grandgæfilega eptirtekt á öllu, að hið verulega greinist frá
enu óverulega og að eins ímyndaða, hvort heldur ræðir um
söguleg vísindi eða aðrar vísindalegar greiningar“. Svo er
sýnt fram á, hvernig Darwin hafi tekizt að tengja þar saman
síðar rakning sinn, er liði brast í enum fyrstu rannsóknum.
Til dæmis er tekið, hvernig Darwin hafi rakið til hlítar á sið-
f
ustu tíu árum lcynferil fuglanna til láðs- og lagar-dyra. A
líkan hátt , sje að mestu fullrakið milli hryggdýra og lindýra,
og svo muni áfram ihaldið framvegis í lifsfræðinni, þó hana