Skírnir - 01.01.1883, Síða 59
61
Frakkland.
Efniságrip: Hvernig árið var Frölckum leiðinda ár. — Hvað til mót-
vægis má telja; Xúnis orðin að nýlendu Frakklands; landnám í Afríku;
hafnarstöð við Bab-el-Mandeb; atfarir á Madagaslcar og í Anam. — Frá
Alzír; um • Zaharahafið •. — Hátíðahöld. — Lögerfðamenn. — Af bylt-
ingamönnum. — Fríhyggjendur. — Af fjárhag Frakklands. — Bankahrun.
— Fóllcstala og tala borgabúa í stórborgunum. — Mannalát.
f>að hefirmátt segja um Frakka, að frægðin (la gloire) væri það
goð, sem þeir tignuðu mest, eða að engum þætti óslcemmtilegra
enn þeim, ,,ekkert sjer til frægðar að gera“ — já, hvað meira
er: menn ugga að þeim muni leiðast sjálft þjóðveldið, ef því
tekst ekki að auka veg Frakklands, eða bæta þann sæmda-
hnekki, sem það hlaut af flasi og giptuleysi Nopóleons þriðja.
Til þess liggja margir vegir, t. d. að bæta lög og stjórn innanríkis,
efla framfarir, uppfræðingu og velliðan fólksins, koma vexti i
auðsæld þjóðarinnar, verzlun hennar á uppgangsleið, framtak-
semi hennar á verkasvið í öðrum álfum, og svo frv. Um það
kemur öllum saman, að hjer megi ekkert vanrækja, en verst
kunna Frakkar því, ef þess noklcurs er vangætt, sem varðar
virðingu Frakklands ög vegstöð þess meðal stórveldanna. Vjer
höfum sýnt það að framan, hvernig þeim urðu mislagðar
hendur á Egiptalandi, og þeir hafa orðið sjálfir að játa, að þeir
hafi haft heldur ósæmd af þeim málum. þó vjer getum ekki
fallizt á mál þeirra manna — bæði frakkneskra manna og ann-
ara — sem segja, að þjóðveldið hafi reiðt svo að niðrun og
falli árið sem leið, að því muni vart vera nokkur uppreistar-
von, þá lætur nærri að lcalla árið leiðindaár Frakklands.
Vjer tökum ekki undir öfgar og gífuryrði einveldissinna og
klerkaflokksins, er þeir segja, eins og Sæmundur Hólm, að nú
sje allt „komið á ærzl og busl“, að „heilög trú sje dauð“, að
sæmd Erakklands sje fótum troðin, að þjóðveldið hafi komið
þjóðinni á kaldan klaka, er stjórn þess hafi verið bæði dáð-
laus og ráðlaus, og látið allt reka svo fyrir straumi, sem föll
urðu til eptir veðraköstum lýðvaldsflokkanna, eða þeirra sjer-