Skírnir - 01.01.1883, Síða 65
FRAKKLAND.
67
ráðum og tiltektum. f>egar þú ferð á burt af landeignum
minum, vill Makokó, að þú eigir það að herma þeim sem þig
sendu, að hann veitir þeim öllum góðar viðtökur, sem heim-
sækja hann sem friðarboðar og eigi með ófriði". þetta rætt-
ist með stórkostlegra móti, enn de Bazza gat að líkindum
vænzt í þann svipinn. Hann dró ekki að vekja til sáttmála
með Makokó, og innan skamms tima hafði hann komið svo
vel við fortölum sinum, að konungur setti eigi að eins öll
lönd sín og þau riki sem valdi hans lúta undir verndarskjöld
Frakklands, en bauð honum því til handa landeignir 3000 fer-
hyrningsmílur á stærð með fram Kongófljótinu, slíkar sem
hann vildi kjósa. Hann lcvaddi lýðskylduhöfðingja sína til
fundar, og voru þeir viðstaddir, þegar nöfnin komu undir
þenna sáttmála. þegar það var búið, gekk blótpresturinn að
boði konungs til de Brazza og rjetti að honum öskju með
mold í og mælti: „taktu við þessari mold og færðu hana
hinum mikla höfðingja hvítu mannanna, en hún á að vera
honum jartegn þess, að vjer erum hans menn“. De Brazza
gekk út fyrir dyr hússins og fyrir framan þær setti hann merkis-
stöng niður með þeim orðum: „Frakkland er þar alstaðar,
þar sem þetta friðartákn blaktar, og það verndar þá alla, sem
í þess skjóli standa“. De Brazza skundaði nú sem hann mest
mátti til þorpa og bæja fram með Kongófljótinu og setti þar,
og á fleirum stöðum sem honum þótti hlýða, franskar merki-
veifur, og bað landsbúa gæta þeirra, en á kaupstöðvunum setti
hann frakkneska menn af fylgd sinni. — 3 eða 4 á hverjum
stað — til gæzlu, og keypti þrælum lausn, að þeir skyldu
vinna í þeirra þjónustu. Meðan de Brazza fjekk svo sínum
erindum lokið, var Stanley kominn á leiðina upp að Stanley-
pool. Oss minnir það væri á þeirri leið, að hann mætti de
Brazza, en sá þó eigi fyr en siðar, hvern grikk franski maður-
inn hafði gert honum. þegar Stanley kom lengra, sá hann
frönsku fánana blakta á svo mörgum stöðum, en hinir þariendu
menn ljetu hann vita, hvað um væri að vera, og hver umskipti væru
orðin, og þegar hann kom upp að lóninu, bönnuðu höfðingjarnir
honum eða þeirra umboðsmenn, að helga sjer þar þær stöðvar,
5*