Skírnir - 01.01.1883, Qupperneq 72
74
FRAKKLAND.
við yms önnur störf. Sem vita mátti runnu hjer líka margir á
agnið, en meðal þeirra, sem höndlaðir voru, fundust menntaðir
menn, blaðaritendur og fl., sem höfðu haft umtölur fyrir verk-
mönnunum á næturfundum þeirra, sendir í þau erindi frá Paris
og öðrum stöðum. þar að auki fundust drjúgar birgðir af
sprengitundri i fylgsnum, en það er nú höfuðvopn byltinga-
manna í öllum löndum. þegar tekið var til að rannsaka saka-
mál bandingjanna, óx alstaðar háværi og frekja byltingamanna,
og ummæli þeirra á fundunum gengu fram úr öllu hófi. Kvið-
nefndirnar í Chalon, Lyon, Mácon, formenn þeirra og margir
dómaranna og annara embættismanna fengu brjef frá „tundur-
nefndinni“, sem hún kallaði sig, sem tilkynntu þeim, að dauða-
dómur þeirra væri upp kveðinn, eða að dómhúsin skyldu
sprengd í lopt upp innan tiltekins tíma. Víða var kastað
sprengikúlum til að skelfa menn, en í Lyon sprungu þrjár
tundurkúlur (21. okt.) í veitingahúsi, þar sem margir voru, inni,
og fengu þar þrír éða fjórir menn bana. Daginn á eptir áttu
byltingamenn fund með sjer í þeirri borg, og til dæmis um
orðbragð fundarmanna, skal þetta eina hermt: „Hvernig ætlið þjer
að gjöra verkmanninn að jafnoka stórborgarans?11 þá gullu
við ótal raddir: „Með rýtingum og sprengitundri!11. Einn
maður stje upp í ræðustólinn og sagði: „Jeg er giptur og á
bæði konu og börn, en það skal jeg standa við, skyldi yður
liggja á, þá er eg þess albúinn að drepa forseta þjóðveldis-
ins og þar að auki umboðsmann hans hjerna, ef þurfa þætti.“
’ Að þeim hreystiyrðum var mikill rómur gerður, og menn skild-
ust og æptu: „byltingin lifi!“. Heitingarnar og illræðin settu
geig i marga, og menn sögðu að stjórnin ljeti fyrir þá sök
fresta bæði rannsóknum og dómsuppkvæðum í málum enna
handteknu manna, að hún óttaðist framkvæmdir heitinganna.
því mun vart svo varið, en það var einmitt um þetta leyti
(i síðara hluta októbermán.) að stjórninni tókst að uppgötva
svo mart um samsærisflokkana, þeirra leyndarskipun um allt
Frakkland, og hver tengsli voru þeirra á milli og byltingamann-
anna i Genefu. Hún tók nú líka til mannveiðanna, og voru
þá enn margir höndlaðir af þeim, sem sannir urðu að sökum.