Skírnir - 01.01.1883, Síða 79
FRAKKLAND.
81
þjónum þess. Öllum varð minnistæð varnarræða hans (1868)
fyrir Delecluze, ritstjóra blaðsins „Reveil“, en hann hafði
skorað á menn að efna til minnisvarða á leiði þingmannsins
Baudins, sem fjell fyrir vopnum hermannanna, þegar Napóleon
þriðji beitti þingið hervaldi 2. desember 1851. Hve andvígur
hann gerðist keisaranum og gæðingum hans, má ráða af
þessum orðum: „Lítum í svip aptur til dagsins 2. desembers
og gætum að, hvaða menn það eru, sem flykkjast um þann
mann, sem valda og tignar krafðist. Enginn þekkir þá, þá
vantar heiður og virðingar. þetta eru þessháttar garpar, sem
allajafna þjóta þar til fylgis, sem valdinu er illa beitt, það eru
þeirra nótar, sem Sallúst talar um i liði Katilínu, og voru,
sem hann kemst að orði, „skuldum kafnir og skömmum
hlaðnir (aere alieno obruti et vitiis onusti)u. f>ó dómurinn
gengi keisarastjórninni í vil, þá mun ekki ofsagt, að slík ræða
særði keisaraveldið til ólifis. Með henni ávann Gambetta sjer
alræmisfrægð, traust og hylli þjóðarinnar. 1869 bauð hann
sig fram til þingkosningar bæði í París og Massiliu, og sigrað-
ist á ymsum skörungum ábáðum stöðum (í Massiliu á Lesseps og
Thiers). A þinginu gekk hann þegar í mótstöðuflokk keisara-
dæmisins, og gerðist hinn einbeittasti formælismaður þjóðveldis-
ins. þegar Ollivier mælti fram með atkvæðaleitinni — eða
vildi „slá smiðshögg“ Napóleons þriðja „með þjóðarsleggju“
(sjá „Sldrni“ 1870, 224. bls.) — kallaði Gambetta (10. jan.
1870) keisaradæmið „sögulegan misgáning, sem gæti ekki átt sjer
langan aldur“, og yrði að verða að brú milli nýrrar þjóð-
stjórnar og þjóðveldisins 1848. þegar þingið fjellst á það
óhapparáð, að segja Prússum strið á hendur, stóð Gambetta
í þeirra flokki, sem gerðu allt hvað unnt var að afstýra flas-
inu, og hann hitti rjett á í einni ræðu sinni, er hann sagði,
að nú væri um tvennt að kjósa, og svo bæri hverjum þjóð-
ræknum manni á að líta: „að frelsa keisaravöld Napóleons-
ættarinnar, eða ættland sitt úr sýnni hættu“. Eptir þrotadag
keisaradæmisins, „Sedansdaginn11, var enginn sjálfsagðari í
stjórn Frakklands enn Gambetta, og tók hann að sjer stjórn
innanrikismálanna. Með því að varnarsaga þjóðveldisins er
Skírnir 1883.
6