Skírnir - 01.01.1883, Side 83
ÍTALÍA.
85
legast, að fella allar tillögur sínar við það sem stórveldunum
á meginlandi álfu vorrar þótti tiltækilegast og friðvænlegast.
Síðan vjer sögðum frá tiðindunum á Egiptalandi, höfum vjer
sjeð það vottað í ræðum ráðherranna og fleiri manna á þingi
Itala, að Englendingar hafa boðið þeim bandalag með sjer til
atfaranna á Egiptalandi, en að stjórn konungs hefir skorazt
undan að bindast þeim vanda. Af orðum Mancini, ráðherra
utanríkismálanna, mátti skilja, að stjórnin hefir uggað, að
Frökkum mundi ekki eira sem bezt, ef Italir færu af stað, og
að þeir mundu þá eklu sitja hjá málunum, en hleypa þegar
her á land á Egiptalandi. Hann dró heldur enga dul á, að
stjórnin hefði tekið það ráð eptir samkomulagi við þýzkaland
og Austurríki, en það þykir votta, að með þeim þrem ríkjum
sje einkamál bundin, ef einhvern vanda ber að höndum af
ríkjamálum norðurálfunnar. Hinsvegar er afstaðan með Italiu
og Frakklandi orðin hin bezta, og Túnis veldur ekki lengur
neinum ágreiningi. í nóvember skiptu hvorutveggju um sendi-
boða sína, og i kveðjuræðum sinum til þeirra Grévys og Um-
bertó konungs, fóru þeir hvor um sig fögrum og mjúkum orð-
um um fornt bandalag beggja þjóðanna og alhugað vináttu-
samband. Við erindarekstrinum i París tók Menabrea greifi,
einn af enum frægustu hershöfðingjum Itala. Hann vann Gaeta
1860, kastalann þar sem Franz konungur annar sat fyrir með
her sinn. Menabrea hafði verið sendiboði Itala í Lundúnum frá
1876, en áður haft yms embætti i ráðaneyti Italíukonungs, og
verið forseti þess frá 1867 til 1869.
Siðan 1876 hafa vinstri menn verið við stjórnina á Italiu,
og það ár kom Depretis hinu fyrsta ráðaneyti saman af þeim
flokki, sá enn sami sem nú stendur fyrir stjórnarráði lconungs.
Annars skilur minna hægri og vinstri á Italíu enn í öðrum
löndum, þegar svo er greint milli höfuðflokka þingsins, þvi
hvorutveggju halda jafnt trygð sinni við konungsveldið og kon-
ungsættina, en hitt er sjerstök greining, þegar um þjóðveldis-
sinna er talað. Hvorutveggju hafa unnið að því að koma
Italiu i einingarlög, þó sumir stæðu við hönd Cavours, en
aðrir undir merki Garibaldi (t. d. Cairoli, Depretis og fl.). Að