Skírnir - 01.01.1883, Side 85
ÍTALÍA.
87
Jjingið jók í fyrra 6 millíónum franka á það, sem veitt
hefir verið til að viggyrða Róm. 1 kastalahverfinu umhverfis
hana verða 14 kastalavígi, og er talið, að hvert þeirra muni
kosta 11 /2 millión franka. Rúmlega fjórðung milu eiga þau
að vera hvert frá öðru.
A seinustu árum hefir lítið sem ekkert orð farið af stiga-
mönnum á Italíu — svo hafa löggæzluliðinu tekizt veiðarnar
á Púli og Sikiley — og „Skírnir11 hefir ekki átt af þeim að
segja síðan 1878. I fyrra vor kom einn foringinn í leitirnar,
en menn höfðu lengi ekkert til hans heyrt, eða vitað hvar
hann var niður kominn. þó hann fyrir nokkrum árum væri
grimmasti stigamaður, virðist sem hann hafi lagt fyrir sig betra
athæfi. I hitt eð fyrra tók einhleypur maður sjer bólfestu í
litlum bæ skammt frá Palermó, og nefndist Pasquale Capel.i.
Öllum likaði sem bezt við aðkomumanninn, viðmót hans og
kurteisi, en bezt þekktist hann stúlkunum, og vildu hjer allar
„með Ingólfi ganga“. Maðurinn var lika vel fjáður, og hafði
í ráði að kaupa sjer hús eitt í þorpinu, þegar svo illa vildi
til, að löggæzlumaður einn kom þangað, og sá hann í veitinga-
skála. Hann bar þau kennsl á manninn, að hann var sá stiga-
mannaforingi, sem hjet Giovanni Tangaro, en löggæzluliðið
hafði til. ónýtis lengi leitað. Tangaro gekk við öllum sökum,
en kvað illa orðið, að hann gæti eigi haldið áfram að lifa
því ráðvendnislífi, sem hann hefði ásett sjer.
það voru i fyrra vor (31. marz) 600 ár síðan, að Sikil-
eyingar báru vopn á franska rnenn og drápu hvert mannsbarn
af þeim á eyjunni. Sá atburður var síðan kallaður „Sikileyjar-
kveldið11 eða „Sikileyjar kveldmessan11, því morðin byrjuðu þá
er til messu var hringt og gengið í Palermó á annan í pásk-
um, Eyjabúar hjeldu í fyrra hátíðlega minningu þessa dags,
og jók það mest á hátíðarfögnuðinn, að frelsishetjan Garibaldi
kom til Palermó, en hafði ekki vitjað eyjunnar síðan hann
kom henni undan valdi Bourboninga 1863. Hann var þá svo
hrumur og verkjum borinn, að hann mátti ekki upprjettur
standa, og þó allir yrðu honum hjartfegnir, þá var lotningin
svo mikil, að borgarbúar lögðu svo hömlur á allt háværi, sem