Skírnir - 01.01.1883, Side 109
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
111
þýzku. — 29. maí dó Hermann Hettner, prófessor í fagur-
listasögu í Dresden og forstjóri fornmenjasafnsins, 61 árs að
aldri. Af ritum hans skal nefna „Sögu bókmenntanna á 18.
öld“, sem mest þykir til kóma. — 6. júni dó í blóma aldurs'
síns, Anton Edzardi próf. við háskólann í Leipzíg. Hann
lagði stund á norrænu, goðafræði og fornsögur norðurlanda
Hann átti all-langa dvöl í Kaupmannahöfn 1880 og kynnti
sjer yms íslenzltra fornrita. Ritgjörðir hans um Sæmundareddu,
fornbragahætti og fl. þykja bera ljósan vott um, að af honum
hefði mátt mikils vænta.
Austurríki og Ungverjaland.
Efniságrip: Sambandið við býzkaland; J>jóðverjar gagnvart öðrum þjóð
flokkum; hlutverk alríkisins. — Uppreisn í Bosníu og Herzegóvínu. —
Morðvjela neytt í Triest, af manni frá Italíu. — Júbílhátíð Habsborgar-
asttarinnar. — Ofsóknir við Gyðinga. — Mannalát.
I þeim blaðadeilum þjóðverja og Rússa, sem minnzt er á
í þættinum á undan kom það upp úr ltafinu, að sáttmálinn
með þýzkalandi og Austurríki ætti að standa til 15. okt. 1884..
Menn sögðu, að Bismarclt hefði leyft að hreifa við þeim leynd-
armálum til að minna Austurríki á að halda allan trúnað og
öll einkamál, ef kansellera Austurríkiskeisara, Kalnoky, þætti
mikið undir, að sáttmálatíminn yrði lengdur eða endurnýjaður.
En því var kvisað, að Kalnoky væri orðinn veill, og hann
hlýddi á fortölur rússneskra erindreka um að vingast við Rúss-
land, og sumra slafneskra stjórnmálaskörunga í Austurriki,
sem eigi eru ófúsir á að hafa sltipti á þjóðverjum ogRússum til
sambands. „Skirnir11 hefir sýnt fram á í undanfarandi ár-
göngum, hvernig Austurríki hefir haldið i þá stefnu sem Bis-
rnarck vildi, og þeim Andrassy samdist um; en hún lá svo í
austur, að Austurríki skyldi stíja Rússum frá frekari ráðum á
Balkansskaga, enn þeim voru huguð með sáttmálagerðinni i Berlín