Skírnir - 01.01.1883, Síða 122
124
RÚSSLAND.
bygð heimila við Kaspiska hafið. Og þetta kom eptir þær sví-
virðirðilegu ofsóknir, sem Gyðingar hafa orðið að þola árin á
undan. Times sagði svo i byrjun umliðna ársins, að Rússar
(og Pólverjar) hafi veitt Gyðingum atgöngu með , eldi og járn-
um í 160 bæjum og þorpum. I tveim bæjum (Minsk og
Koretz) urðu 11,000 húsnæðislausir eptir brennurnar, en höfðu
þá lika misst allt sem þeir áttu. 1 Kief ljetu margir Gyðingar
lif sitt fyrir atgöngunni, konur og börn og gamalmenni. Lög-
gæzlumennirnir horfðu á þenna leik, eða drógu alla tilhlutun
sem lengst, eða þangað til þeim mun hafa þótt nóg að unnið.
Sumstaðar nam íjelát þeirra mörgum millíónum. Menn segja,
að í byrjun ársins hafi 100,000 Gyðingaheimili verið örsnauð
á Rússlandi og sem á köldum klaka. A þeirri skömm Rúss-
lands var sem harðast tekið í öðrum löndum, einkanlega á
Englandi, og mikil samskot gerð Gyðingum til bjargar. — í
vor minntust hjerlenzk blöð á tvo bæi, Balta og Yestlinshka,
þar sem Gyðingar höfðu orðið fyrir nýjum og herfilegum árás-
um. Hinn fyrnefndi bær liggur 25—30 mílur i norðvestur frá
Ódessu með 30,000 ibúa (í Pódólíu), en af þeim voru þá
20,000 Gyðingar. Á skirdag tóku enir kristnu til þeirrar
helgivinnu, en áttu þá von á fjölda bænda til borgarinnar, og
vissu að þeir mundu verða hreifir i kaupstaðnum, og fúsir á
að ljá sjer liðshönd og veita Gyðingum atgöngu til rána og
skapskeytingar. þetta brást ekki, og hermennirnir sjálfir af varð-
liði bæjarins beindust til með þeim, þegar Gyðingar vildu reka
þá af höndum sjer. þetta stóð í nokkra daga; unnið á
mörgum til bana, konum misþyrmt, 1000 hús lögð í eyði, öllu
rænt og ruplað, sem fjemætt þótti — en Gyðingalýðurinn stóð
þar allslaus eptir, að kalla mátti. Tiðindin frá hinum bænum
voru af sama tagi, og er nú nóg greint af svo góðu. — Einn
af auðmönnum og barónum af Gyðinga kyni sótti á fund keis-
aians og sagði honum harmasögurnar. „það getur þó ekki
átt sjer stað,“ sagði lceisarinn, og sýndi honum skýrslurnar.
„Öll Evrópa veit nú rjett deili á þeim atburðum,11 sagði barón-
inn, „og er það þau tiðindi, sem jeg hef innt frá.“ Alexander
keisara mun hafa komið mart í hug um skýrslur þjóna sinna,