Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 127
TYRKJAVELDI.
129
á vikið í þessu riti, en Tyrkjum þykir sízt fyrir þó Albaningar
veiti hinum þungar búsiíjar, eða hvorutveggju eigist við ill
grannabýti. Vjer gerum ekki viðsldpti þeirra að frjettaefni,
en getum þess að eins, að bæði Austurríki og hin stórveldin
munu styðja málstað Svartfellinga, ef þeir ganga harðara eptir
rjetti sinum gagnvart Tyrkjum, sem mestar líkur eru til.
Tyrkjaveldi.
Efniságrip: Samanburður á tveim höfðingjum. — Af Abdúl Hamíd.
— Rausnargjafir soldáns. — Frá Bolgaralandi.
Tíðindin frá ríki soldáns, þau sem mestu skipta, eru
þegar sögð að framan, frá Egiptalandi. þau eru að vorri
hyggju — og svo lita flestir á — nýtt og drjúgstigið fetmál
fram á þeirri leið, sem liggur til þrotnunar Tyrkjaveldis. Vjer
lásum í fyrra blaðgrein eptir danskan mann, fróðan og
greindan (Emil Elberling), um „Soldán og Evrópu“. þar er
svo tekið á austræna málinu, sem jafnan eða ávallt heíir komið
fram á seinni árum í þessu riti. Hann rakti í stuttu máli
hrakferil Tyrkja frá ósigri þeirra við Móhacz (fyrir Karli af
Lothringen) til vorra tima. Hið nýnæmislega við greinina er
það, að hann líkir Tyrkjasoldánum saman við páfana á Rómi;
bendir fyrst á likinguna, þar sem vald hvorratveggju sje sam-
kynja, bæði af himnum og af þessum heimi. þetta kemur vel
saman: páfinn er arfþegi Pjeturs postula, eigi að eins að
lyklum himnarikis, heldur og að „Patrimonium PetrP (arfleifð
Pjeturs post.), biskupssetri ens fyrsta Rómabiskups og „jarls
Krists á jarðríki“, en kalífinn í Miklagarði er bæði ímynd og
arfþegi spámannsins mikla, og fyrirrennara svo margra voldugra
höfðingja og herdrottna. Veraldarriki páfans er horfið, ríki
kalifsins gengur til þurðar. Páfinn heldur, að Evrópa — nei,
allt hið kristna mannkyn geti ekki án sín verið, og hvað meira
er, að allt vald og öll þegnleg skipun umturnist, nema hann
Skírnir 1883. 9