Skírnir - 01.01.1883, Síða 153
AMERÍKA.
155
en að ormurinn sje hinn gamli bandingi Asa. Svíar ætla að
grafa eptir fleiru á þeim slóðum.
Af skýrslum um verzlun Svía við útlönd og farmennsku
fyrir árið 1880 má þetta greina: Útflutningar námu að peninga-
gildi 236,600,000 króna, en innflutningar 282,820,000. I
verzlunarflotanum voru 4333 skip á 542,642 tunnulestir. Af
þeim 752 gufuskip á 81,162 tunnulestir, og með dráttarmagni
24,601 hests. Mestan hlut i flotanum átti Gautaborg, næst
henni komu Gefle og Stokkhólmur.
Auðvitað er, að Svíar eiga að sjá á bak merkum mönnum
á hverju ári, sem aðrar þjóðir, en þeir eru Islendingum að engu
kunnir, sem látizt hafa árið sem leið. Iin hitt er oss skylt að
gera, að biðja lesendur „Skírnis“ afsökunar á þvi, að hann
sagði í fyrra þann mann látinn, sem eigi dó fyrr enn í vetur
var. En það hafði hann þó eptir bæði sænskum blöðum og
dönskum, sem höfðu villzt á samnefni.
A meríka.
Bandaríkm (norðurfrá).
Efniságrip: Demókratar fara að verða hlutslcarpari; ummæli Herberts
Spencers um aldarhorf þar vestra. — Útgjöld til 'eptirlauna og framfærslu
elckna og munaðarleysingja eptir látna hermenn. — Nýmæli mót fjölkvæni
(Mormónum). — Nýmæli móti Sínlendingum. — Aðsólcn frá Evrópu og
landrými. — Járnbrautakonungar. — Afmæli Fíladelfiu (200 ára). —
Ræningi drepinn. — Af skaðaveðri, — Mannalát.
Við siðustu kosningu ríkisforsetans, eða þó heldur hina
næstu á undan, var hægt að sjá, að demókratarnir þ. e. sá
flokkur, sem vill, að alríkis böndin liggi lausara á banda-
ríkjunum, auk fl., höfðu fært sig aptur vel upp á skaptið. Ef
kosningin hefði farið rjetí fram 1877, eða atkvæðin hefðu verið
rjett talin, þá hefði forsetaefni þeirra (Tilden) orðið hlutskarpari.
Sem stendur er afli þeirra í öldungadeild alríkisþingsins jafn