Skírnir - 01.01.1883, Side 154
156
AMERÍKA.
hinna, en í hinni deildinni eruþeirl37, eðarjettara sagt 141, ámóti
152. I nóvember urðu þau umskipti, að þeir urðu ofan á við kosn-
ingarnar til ríkjaþinganna í 21 ríki, og af ríkjastjórum sem þá voru
kosnir, urðu þrettán úr þeirra liði. Menn efast nú ekki um,
að þeir nái yfirburðum 1883 við kosningarnar til fulltrúadeildar-
innar i Washington, eða að forsetinn næsti verði sá, sem þeir
fylgja (1884). Menn segja, að þó Bandaríkin eigi svo mikið að
þakka fyrsta forsetanum (Lincoln) af hinni nýju forsetaröð úr
liði þjóðveldismanna, og þó Grant, sem tók við af Johnson, hafi
dugað svo vel á ófriðarárunum, þá hafi það verið á hans stjórn-
arárum (8), að hin stórkostlegu svik og fjeprettir fóru að ganga
húsum hærra þar vestra. Hayes ætlaði að ráða bót á þessu,
en það tókst ekki. Garfield tók þegar með meira afli og al-
vöru í taumana, en morð hans átti líka rætur sínar að rekja
til þeirrar heiptar, sem svall í ágirndarhug margra stórbokk-
anna, jþegar Arthur tók við stjórninni, sóttu svínin í sama tún.
Til dæmis um, hve þeir eru flestir til fjárins frekir, sem í em-
bættum sitja eða fást við stjórn og löggjöf þar vestra, má fleira
færa, enn hjer er færi á að greina, en nokkuð má nefna. I
málsókn sem höfðuð var eigi fyrir löngu af hálfu rikisins á
hendur embættismönnum póstmálastjórnarinnar, varðaði sökin
15 millíónir króna, er þeir menn höfðu dregið undir sig, og
notið til fulltingis æztu embættismanna. I málsókninni varð
uppvist um mútugjafir, sem þegið höfðu bæði ritstjórar og kvið-
dómsmenn. A 10 siðustu árunum hefir þingið veitt til eptir-
launa, sem kallað var, 91 millíón króna, en sagt er, að það fje
hafi mestmegnis þeir menn þegið, sem hafa farið með erindi
og fortölur bæði i blöðum og á kjörfundum fyrir hönd þess
höfuðflokks, sem á stjórntaumum ríkisins hafa haldið. þing-
menn hafa líka sjeð sjer sjálfum fyrir svo góðum launum, að
annað eins þingkaup er hvergi annarstaðar goldið; þeir hafa
smám saman hækkað það svo, að það er nú komið upp í
55,000 króna fyrir hvern þingmann. Sumir spyrja, hvort til ens
betra muni bregða, þegar demókratar hafa náð völdunum. því
er bágt að svara, en undir þvi verður mest komið, að þeir
eigi eins vandaðan og kjarkmikinn mann í liði sinu og Garfield