Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 2

Skírnir - 01.01.1888, Page 2
4 Evrópa árið 1887. 1. Hinn vopnaði friður. Bismarck og Boulanger. Elsass- Lothringen. Ljón og tfgrisdýr. Urðar orði kveðr engi maðr; vafin er Verðandi reyk. Lítið sjáum aptr en ekki fram; skyggir Skuld fyrir sjón. Mattícis Jochumsson. Arið 1887byrjaði með ófriðarútlitum og hinn vopnaði friður, sem stórþjóðirnar kalla því nafni, einkennir árið. Hann hefur notað árið til að vopna sig betur. Stjórnirnar lofuðu friði, sátt og samlyndi eins og vant er um nýjársleitið. En stór- veldin halda áfram að auka herbúnað sinn hvert í kapp við annað og smáríkin feta í fótspor þeirra eptir megni eða um megn. Tekjurnar hrökkva ekki til útgjaldanna og sum ríki hlaða niður skuldum. Herbúnaðurinn er meiri en á vestu vígaöldum sögunnar en stjórnirnar segja: vér herbúumst til að halda friði. Hinum franska hagfræðing G. Molinari telst svo til, að Evrópa leggi árlega 4600 miljónir fránka í herbúnað og er þó ekki talið fé það, sem varið er til viggirðinga og landvarna. Hann segir, að útgjöld Evrópu árlega séu um 19,000 miljónir fránka og er þá herkostnaðurinn nær fjórðungur allra útgjalda. En ríkisskuldir hafa aukizt svo, að hann segir að rentur einar af þeim séu 850 miliónum meiri en útgjöld til hers! f>ær hafa hlaðizt upp eptir ófriðinn 1870 frá 75,000 uppí 115,000 miliónir. Ofriðarhræðsla er farin að lama viðskipti manna á milli. f>að er von, þegar altaf er verið að keppast um, hver hafi skæðust skotvopn og sterkust sprengiefni, rétt eins og mann- kynið hefði engar æðri nauðsynjar. Samt liggur hinu megin við Atlantshafið ríki, sem eyðir svo litlu til manndrápa, að það leggur upp allt að 400 miliónir krónur á ári og líður þó dável. *) I fránki = 72 aurar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.