Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 3

Skírnir - 01.01.1888, Side 3
EVRÓPA ÁRIÐ 1887. 5 Sögu ársins verður að byrja á því, að á þýzkalandi var frumvarp til laga um herauka lagt fyrir þing í öndverðum desemberm. 1886. Hermálaráðgjaíi þjóðverja sagði sem nú skal greina. Herkostnaður þjóðverja er árlega ekki nema 9 mörk l) á mann, en herkostnaður Frakka er 21 mark á mann. f>jóð- verjar hafa að öllu samtöldu ekki nema 3,350,000 herliðs en Frakkar um 4 miliónir. Fallbyssur Frakka eru 2,694 en f>jóð- verja 2,040. Svo er tilætlazt að her þýzkalands sé einn hundr- aðasti af fólksfjöldanum, og nú hefur fólkinu fjölgað síðan 1881, er ný herlög voru gefin, og þarf því að auka herinn að því skapi. f>essi heraukalög eiga að hafa lagagildi 1887— 94 og þau færa herinn, sem nú er 427,000 á friðar- tímum, uppi 468,000. Öldungurinn Moltke hélt snjalla ræðu með frumvarpinu og málið var sett i nefnd. Margir þingmenn kvörtuðu yfir at herinn hefði verið aukinn opt síðan þeir sigruðu Frakka og þó lofað í hvert skipti, að nú skyldi hann ekki aukinn meir ef þingið gengi að þessu. Málið sat i nefnd um jól og nýjár. Um nýjársleitið var altalað á f>ýzka- landi, að Vilhjálmur keisari hefði sent Rússakeisara bréf og sagt í því að sín eina ósk i þessum heimi væri að friður gæti haldizt þau fáu ár, sem hann ætti ólifuð. Menn vita ekki, hverju Alexander hefur svarað. þegar komið var á þing eptir nýjárið, vildi nefndin ekki ganga að frumvarpinu óbreyttu. Bis- marck fór þá til Berlinar og hélt langa og merkilega ræðu 11. janúar við aðra umræðu. Jeg set hér kafla úr ræðu hins mikla stjórnvitrings, því hún einkennir árið betur en nokkuð annað: «Oss hefur veitt mjög erfitt að halda við friðnum í 16 ár (1871—87). Sambandið milli AuSturríkis og þýzkalands er traust og sterkt. Vináttan milli vor og Rússa stendur óhögguð og er oss meira verð en vinátta Búlgaríu og þýzkra Búlgara- vina. Vér höldum við friði milli Austurríkis og Rússlands, þó að vér eigum á hættu, að verða haldnir bakjarlar Rússa í Vín og bakjarlar Austurríkismanna í Pétursborg, Annars hef jeg nú lika 36 ára reynslu í þessum málum og hef þó optastnær ') I mark = 888/s eyris.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.