Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 5

Skírnir - 01.01.1888, Side 5
EVROPA ÁRIÐ 1887. 7 Englendinga brúka Austurriki og Austurriki aptur f>ýzkaland eins og forvígi og varnargarð móti Rússum f>að væri allt gott í Evrópu ef ekki væri þessi franski Messías (Boulanger) sem gæti þegar minnst varði, skroppið fram eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. þegar aðrar þjóðir lásu þessa ræðu, fóru þær að herbúa i gríð. Hinn 8. febrúar voru Boulanger veittar 86 miliónir fránka í viðauka við herkostnað og 30 miliónir til flota af þingi. Sama dag heimtaði Belgiustjórn margar miliónir til víggirðinga og herbúnaðar. Hinn 18. febrúar veitti þing í Austurríki 12 miliónir gyllina1) til aukaherbúnaðar og daginn áður veitti þing Rúmena 30 miliónir til sama. Jafnvel Bahnson, hermálaráðgjafi Dana, bað um 4 miliónir króna i nýjar byssur. Nú víkur sögunni aptur til þýzkalands. Umræðurnar um frumvarpið enduðu 14. janúar. þann dag var breytingartillaga um, að veita fé til herauka í 3 ár en ekki 7, samþykkt með 186 atkvæðum móti 154. Varð nú gauragangur í þing- salnum þegar lesin voru upp atkvæðin, en Bismarck reis upp og rauf þingið í nafni keisara og skyldu kosningar fara fram 21. dag febrúarm. Eptir þetta byrjaði langur og strangur atgangur í blöðunum þýzku. Rússakeisari hafði 15. desember 1886 hastað á rússnesk blöð, sem ætluðu að tæta þjóðverja sundur. J>essvegna gátu þýzku blöðin snúið sér mestmegnis að Frakkum, enda mátti segja, að þeir væri vegnir með orðum. Var sýnt fram á hvernig þeir mundu mis- þyrma fólkinu, ef þeim yrði hieypt inn á þýzkaland. Berlínar- blöðin klifuðu á Boulanger og háðblöðin afmynduðu 'hann á hverjum degi, bakandi hersveitir, morðvopn og sprengifæri. Nafnið Boulanger þýðir nl. bakari á franska tungu. Eitt af helstu fylgisblöðum Bismarcks «Die Post» kom með grein 31. janúar um Boulanger, sem hét «á hnífsegg» (An des Messers Schneide). f>að var friðurinn sem átti að eiga þetta óskemti- lega sæti á hnifsegg. Viðskipti manna fóru nú að lamast og skuldabréf lækkuðu í verði. Frakkar tóku þessum blaðastork- ) i gyllini = l króna 53 aurar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.