Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Síða 7

Skírnir - 01.01.1888, Síða 7
EVBÓPA ÁRIÐ 1887. 9 betur um vegalengdir, breidd fljóta, hentug herbúðastæði og þvíumlikt. Menn á þýzkalandi eru skyldir til herþjónustu frá 17—42 ára aldurs. Allur þessi heljarher er svo vel búinn og úr garði gerður, að aðalforinginn getur undið honum til bardaga á örstuttum tima. Annar eins her hefur aldrei sézt í sögunni og t. d. her Napóleons 3. sumarið 1870 við landamærin var 220,000 manns, eða lítið meir en tuttugasti hluti J>ýzkalands- hers eins og hann verður núna fyrir vorið. Allir þeir menn sem. voru kosnir i Elsass-Lothringen á þingið í Berlin, 15 að tölu, voru franskir í hug og hjarta. það var von að Frökkum rynni til ryfja hin óbilandi ást til Frakk- lands, sem bræður þeirra og systur i Elsass-Lothringen hafa sýnt í meir en 16 ár. Ritstjóri blaðsins «La Revanche» (Hefndin) í París, fór svo hörðum orðum um þjóðverja útaf þessari kosningu, að hann var settur í varðhald um nokkra daga. þjóðverjar létu nú á sér heyra, að þeir mundu taka til sinna ráða móti þrjózku Frakka í Elsass-Lothringen. Blöð þeirra sögðu sem svo, að fyrst þeir ekki vilja gangast fyrir góðu, þá skulum vér beita hörku og uppræta allar franskar taugar úr þeirra hjörtum, því Frakkar eru fljótir að gleyma. Nú var farið að banna ýms félög i fylkinu. Mönnum var bannað að bera þrílit blómstur (fáni Frakka er rauð-hvít- blár) og þrilita hatta, að syngja franska söngva osfrv. Mönn- um var vísað úr landi fyrir litlar eða engar sakir. Franskur hermaður mátti ekki stíga fæti inn á Elsass-Lothringen nema með leyfi hinnar þýzku stjórnar. I mars var júbilhátið Vilhjálm skeisara i Berlín, og Frakka- stjórn sendi hinn nafnkunna öldung Lesseps (le grand Fran^ais) að íæra honum heillaóskir. Lesseps var álcaflega vel tekið og það batnaði dálítið milli þjóðverja og Frakka að þvi er mönnum sýndist. þá kom atvik fyrir, sem gat orðið neisti til ófriðarbáls. Hinn 20. dag aprílm. var franskur lögreglu- stjóri, Schnábele að nafni, ginntur á tal við þýzkan embættis- nrann á landamærunum, tekinn höndum og færður til Metz. Honum var gefið að sök, að hann hefði haldið uppi njósnum um varnir og viggirðingar þjóðverja, spanað Frakka i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.