Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Síða 8

Skírnir - 01.01.1888, Síða 8
10 EVRÓPA ÁRIÐ 1887. Elsass-Lothringen upp á móti stjórninni og fengið þá til að strjúka úr landi. Maðurinn sat nú í varðhaldi í Metz og bréfa- skipti og vafningar fóru milli stjórnanna. Frakkar sögðu, að hann hefði verið tekinn höndum Frakklands megin við landamærin, en fóru stillilega i málið, þó ýms blöð léti ófriðlega. þá fékk sendiherra Frakka í Berlín bréf frá Bismarck 28. april, sem var á þá leið, að manninum mundi sleppt næsta dag, þó að sekt hans væri sönnuð með bréfum og öðrum skýrteinum, vegna þess að þýzkur embættismaður hefði beðið hann viðtals og gengið á grið sin. Frakkar fögnuðu Schnábele vel og söfnuðu heið- ursgjöfum handa honum með almennum samskotum. Hann fékk annað embætti fjær landamærunum. Hinn 3. dag maím. átti að ieika í París, Lohengrin, tón- leik eptir hið ágæta þýzka tónleikaskáld, Wagner. Parisar- skrillinn þyrptist það kvöld að leikhúsinu með ópi og óhljóð- um. Stjórnin varð að skipa forstöðumanni leiksins að hætta þessu hættuspiii. þetta sýnir hið ramma hatur Frakka til alls sem þýzkt er. þjóðverjar aptur handsama opt menn á þýzka- landi, sem þeir segja, að sé í njósnarerindum fyrir Frakka. Fjórir franskir menn, búsettir í Elsass-Lothringen, voru dæmdir í langa fangelsisvist 18. júní og var dómurinn uppkveðinn af ríkisréttinum í Leipzig. þeim var gefið að sök, að þeir hefðu verið í hinu franska þjóðvinafélagi (La Ligue des Patriotes), sem ynni að því, að rífa Elsass-Lothringen undan þýzkalandi og hefna ósigranna 1870—71 á þjóðverjum. þjóðvinafélagið hélt nú fjölmennan fund í París 24. júní og mátti segja, að þar voru þjóðverjar vegnir með orðum. Sendiherra Frakka leitaði mönnunum vægðar, en við það var ekki komandi í Berlin. Frönsku blöðin lofuðu nú, að Frakkar skyldi sjá svo um, að þjóðverjum yrði illa vært að búa eða dvelja á Frakklandi eptirleiðis, og var í orði að leggja nefskatt á útlendinga, en ekki varð af því. A landamærunum gekk ekki á öðru en si- feldum ertingum af beggja hálfu. Unglingspiltur, sonur Schnábele, festi fána upp í þýzku tré. þjóðverjar tóku hann fastan, en slepptu honum fljótt aptur. Seint í september kom verri erting. þýzkur umsjónarmaður í skógi við landamærin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.