Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.01.1888, Blaðsíða 13
EVRÓPA ÁRIÐ 1887. 15 og þykir honum þar gott að vera, því þar má hann um frjálst höfuð strjúka hjá tengdaföður sínum og þarf ekki að hræðast nihilista. Hann kom hingað seint í ágústm. og dvaldi á Fredensborg. Skömmu áður hafði Vilhjálmur keisari hitt Austurrikiskeisara í Gastein og i september fór Vilhjálmur að sjá hersýning i Stettín við Eystrasalt. J>jóðverjar bjuggust við að Alexander mundi skreppa yfir um Eystrasalt og hitta hann og höfðu viðbúnað mikinn, en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Alexander kom ekki. Bismarck vildi nú láta sjá, að þjóðverjar þyrftu ekki að dekstra Alexander til að koma. Bismarck hafði, þó leynt færi, eptir sögn þýzkra og ítalskra blaða, endur- nýjað þrenningarsambandið við Austurríki og Ítalíu í marz. Um það leyti fékk lika Robílant, utanrikisráðgjafi Itala, heiðurs- kross hinnar svörtu arnar af Jbýzkalandskeisara. En Bismarck hefur þótt þurfa að búa betur um hnútana, þvi fyrst kom Kalnoky, utanríkisráðgjafi Austurríkis, og heimsótti hann á hallar- garði hans, Friedrichsruhe og siðan gerði hann Crispi boð að koma og heimsækja sig. Crispi hafði tekið við forstöðu ráða- neytis og utanríkismála á Italíu, þegar Depretis dó. Hann lagði af stað og var á Fredrichsruhe dagana 1. — 3. október. Enginn veit, hvað milli þeirra hefur farið, en allar likur eru til, að þeir hafi reyrt fastar með sér satnbandið. Af orðum Crispis við ýmsa blaðamenn, sem höfðu tal af honum, má marka, að þeir hafi kveðið á, hve mikinn afla hvert riki skvldi leggja til í ófrið og hve mikið hvert þeirra skyldi hafa upp úr krapsinu að leikslokum. Crispi fór heim og hélt 25. október ræðu í Túrin. Hann sagði, að aldrei hefði sambandið verið jafninnilegt sem nú. það væri eingöngu stofnað til að halda við friðinum, en það mundi ekki verða þokað í neinu fyrir Rússum á Balkansskaga. Við Frakkland ætlaði Italía ekki að eiga nema gott eitt, því hún væri þakklát systir Frakklands. Frönsk blöð hæddust að sambandinu og kölluðu það sambandið helga. Nú víkur sögunni til Alexanders keisara á Fredensborg. Hann ætlaði heim i október, en börn hans lögðust í mislingum og hann beið þangað til þau urðu albata. Var þá komið fram í miðjan nóvember og ís á höfnum Rússa við Eystrasalt. |>á neyddist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.