Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 17

Skírnir - 01.01.1888, Side 17
EVRÓPA ÁRIÐ 1887. 19 sig saman um vamir en töluðu mest um verzlunarvegi og við- skipti. Astraliubúar hafa fengið nýja leið til Englands, þvi á árinu 1887 var lokið við járnbraut frá Atlantshafi til Kyrra- hafs, þvert yfir ei£nir Englendinga í Norður-Ameriku. það er fljótfarnara frá Englandi til Austur-Asiu um þessa leið en um Suez-skurðinn. Fulltrúunum kom saman um, að England þyrfti ekki að verzla við aðra en bandamenn sína og þó nemur verzlun alls Bretaveldis á einu ári við heiminn nær 20,000 miljónum punda sterling == 360,000 miljónum króna eða meir en tekjur allra rikja í Evrópu. það er hamingja fyrir lslendinga, að mesta verzlunarland i heimi liggur næst Islandi allra landa, enda verður þess vart langt að biða, að þetta fái meiri áhrif en nú er á verzlun íslands alla og siglingar. það er þrennt, sem hefur gert verzlun Englendinga að mestu verzlun, sem er eða hefur verið í heiminum: gufan, gullið og f r e 1 s i ð. Gufan fleygir varning manna um lönd og höf. Englend- ingar eiga m e i r enhelming allra gufuskipa í heiminum og allt að þriðjung allra seglskipa. þetta er tekið eptir Navigation maritime, sem kemur út á Frakklandi, og hefur áreiðanlegastar skýrslur af öllum ritum í þessum efnum. Bæirnir London, Liver- pool og Glasgow eiga hver um sig langt um fleiri skip en nokkur annar bær í heiminum. Seglskip Liverpools hafa fimmfalt meiri lestatölu en seglskip Danmerkur, og eiga þó Danir um 3,000 seglskip. En 2/s allra flutninga í heiminum eru nú á gufuskipum, og seglskipum fækkar ár frá ári. Englendingar smiða gufuskip og herskip fyrir önnur lönd og þykir sem enginn komist í jafnkvisti við þá í þeim smíðum. Gull hefur fundizt í löndum Englendinga víðsvegar. Fjöldi manna hefur farið til að sækja sér auð og það hefur aukið viðskiptin. Frelsið hefur tekið burt toll á nauðsynjavörum og varningi. Englendingar hafa heldur aldrei leyft almenna herkvöð eða herskyldu. I öllum öðrum stórveldum í Evrópu má taka hvern heilbrigðan mann á bezta aldri frá verki hans og senda hann til manndrápa, að drepa aðra eða láta drepa sig. Englendingar eiga rúman sjöttung af öllu bygðu landi í heiminum eða um 9 miljónir enskra ferhyrningsmílna. Eng- 2*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.