Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 20

Skírnir - 01.01.1888, Side 20
22 ENGLAND. stjórn og ráðgjafaábyrgð, og England kostar sjálft landstjóra og herlið á mörgum stöðum. England drottnar enn á hafinu. Englendingar, t. d. hinn ágæti sagnaritari Carlyle o. fl. telja sig vera niðja og erfingja víkinganna og sækonunganna, sem fyrir hérumbil 1000 árum drottnuðu á hafinu og þessvegna kalla Eng- lendingar í Bandafylkjum Norður-Ameríku Norðurlönd ömmu sína. Meðan hafið er Englendingum opið milli landanna, er riki þeirra ekki hætta búin. Eptir því sem sá maður, er þekkir Asíu flestum betur, Vambéry, segir, er þeim heldur ekki hætta búin á Indlandi. þó þeir hafi sitt þjóðar- dramb eins og hver önnur þjóð, þá eru þeir samt ekki eins hrokafullir og hinir frakknesku riddarar, sem sögðu í þrumu- veðri: þó að himininn detti ofan, þá mundum vér halda honum uppi á spjótsoddum vorum. En þeir riddarar voru líka feigir og Bretaveldi er ekki feigt. England (England, Great Britain). írska málið. Gladstone. Fjárhagur. Utanríkismál. Atvinnuleysi. Sósíalistar Júbilhátíð. Fólkshöl). Darwin. Skáldskapur. Skáldsögur. Salisbury lávarður komst að stjórn eptir kosningar til þings sumarið 1886. Flokkur hans á þingi var 317, Gladstones 191, Parnells 86 og Hartingtons (menn af Gladstones flokk, sem fylgja Salisbury i írska málinu) 76 manns. Um áramótin urðu breytingar á ráðaneytinu. Randolph Churchill gekk úr ráðaneytinu á þorláksmessu 1886 vegna þess að honum þótti ofmiklu fé eytt til flota og hers. Goschen úr Hartingtons flokki tók við fjárhagsmálum eptir hann. Goschen er talinn af öllum góður hagfræðingur og valmenni. W. H. Smith tók ▼ið forustu stjórnarsinna i neðri málstofunni og vantar hann þó marga af þeim kostum, er til þess þurfa, einkum mælsku, en Salisbury sjálfur gat ekki tekið það að sér, því hann situr i lávarðastofunni. Stafford Northcote eða Iddesleigh lávarður, sem

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.