Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 24

Skírnir - 01.01.1888, Page 24
26 ENGLAND. heldur en að reka fólkið úr kofunum. Londonderry Irajarl fór nú að beita hinu nýja vopni, sem hann hafði fengið. Sól- myrkvadaginn 19. ágúst voru festar upp stórletraðar auglýs- ingar á götuhornum i Dýflinni um, að «The National League» þjóðfélagið irska væri hættulegt félag og hinum nýju lögum skyldi beitt gegn því. þetta félag var stofnað 1882, þegar landfélagið (Land League) var lagt niður. Allir þingmenn Ira af flokki Parnells eru í þvi og rúm ‘/2 miljón félagsmanna. Bæjarstjórinn í Dýflinni hélt fjölsóttan fund og komu margir enskir þingmenn á hann. Sá fundur mótmælti í einu hljóði þessu tiltæki stjórnarinnar og kvað Ira mundu setja hart á móti hörðu. Líkir fundir voru haldnir um allt England. Gladstone kom fram með uppástungu um, að biðja drottningu um að taka þetta óheillaráð aptur. Eptir harða rimmu i tvö kvöld var hún felld. I þessum mánuði (ágúst) gekk einn af merkustu mönnum í flokki Hartingtons, George Trevelyan, i lið Glad- stones. Hið írska þjóðfélag hélt fundi þrátt fyrir bann stjórn- arinnar. þeir voru haldnir stundum um nætur, stundum út á viðavangi, og var ómögulegt að komast yfir þá alla fyrir lög- regluliðið. Obótaskömmum rigndi yfir hina ensku stjórn og auglýsingar hennar voru brenndar á mörgum fundum. Hinn 9. dag septemberm. varð Brjánsbardagi, sem Irar kalla, þó hann væri minni en sá í Njálu. Lögregluliðið skaut á fundar- menn í Mitchelstown og voru 3 menn særðir til bana. írskur kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu, að þessir 3 menn het'ðu verið myrtir. þingi var slitið 16. september og voru áður harðar rimmur um Mitchelstown. Brjánn, sem hafði haldið ræðu á fundinum í Mitchelstown, var nú dæmdur i 3 mánaða betrunarhússvinnu. Balfour Irlands ráðgjafi fékk ótal bréf með hótunum um herfilegan dauðdaga og kvalir í helvíti eptir dauðann. Nokkrir írar voru teknir höndum í Lundúnum vegna þess að þeir fóru með dýnamit og sprengiráð. Gladstone hélt ræðu i Nottingham i október og fór þar óvægum orðum um atferli stjórnarinnar og bað menn muna Mitchelstown. Brjánn og fleiri írskir þingmenn sátu í Tullamore fangelsi og vildi hann hvorki bera sakamannabúning né vinna sakamannavinnu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.