Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 29
ENGLAND.
31
og Guðrúnu Osvífrsdóttur, «The Lovers of Gudrun», enn lengra
kvæði um Sigurð Fáfnisbana, «Sigurd the Volsung», og enn
kvæði um Aslaugu dóttur hans, «The Fostering of Aslaug».
Flinn frægasti ritdómari Englendinga, Matthew Arnold, hefur
ort drápu um Baldur, sem heitir «Balder dead».
Síðan George Eliot dó 1880 er enginn heimsfrægur
skáldsagnahöfundur uppi á Englandi. Hinar beztu skáldsögur
á enskri tungu eru nú ritaðar i Bandafylkjunum.
England er hið eina land, sem á tvo skáldkonunga, (Tennyson
og Browning) svo lika að aldri og frægð, þó skáldgáfur þeirra sé
ólíkar, sem yrkja ennmeð fullu fjöri. Tennysonhefur veriðhirðskáld
(poet laureate) síðan 1850. Enskir unglingar kunna kvæði hans
eins og kverið. Browning er þungskilinn. í hverjum bæ,
stórum og smáum, austan frá Lundúnum og vestur á vesturjaðar
Bandafylkjanna, eru félög, sem eru stofnuð til að skýra kvæði
hans, ræða um þau og halda fyrirlestra um þau. Swinburne
veitir jafnlétt að yrkja á 3 öðrum málum eins og ensku. Hvort sem
hann ritar i bundnu eða óbundnu máli, þá hamast hann og
þó koma snildarverk ein frá hans hendi.
Frakkland (France).
Boulanger. Fjárhagur. Ráðgjafaskipti. Greifinn af París. Forseta-
skipti. Vinátta við Rússa. Louise Michel. Bsejarstjórn í París. Sýn-
ingin 1889. Stjörnufræðingafundur. Pasteur. Lesseps. Zola o. fl.
A Frakklandi tók Goblet við forstöðu ráðaneytis í desem-
ber 1886. Boulanger, sem áður er getið, var hermálaráðgjafi
í ráðaneyti hans. Eptir ræðu Bismarcks 14. janúar, var enginn
maður hafður í eins miklum hávegum á Frakklandi. Parisar-
búar sungu lag, sem kennt er við Boulanger, á götunum;
myndir af honum voru seldar út um allt land og samkomu-
staður herforingja, sem hann lét reisa, var kallaður «La Bou-
langerie» (bakarastaðurinn)' ). Likneskja Strasborgar stendur á
) Sbr. bls. 7.