Skírnir - 01.01.1888, Page 32
34
FRAKKLAND.
óspektum. Nokkrir menn, sem vildu neyða fólk til að hrópa:
lifi Boulanger, voru handsamaðir, en allt fór með spekt. Allan
júlímánuð var varla talað og ritað um annað I París en Bou-
langer. Var sagt, að þessi mannsöfnuður hefði viljað steypa
Grévy og setja Boulanger í hans stað. Líka var sagt, að hann
hefði verið beðinn að koma Orleans-ættinni til valda á Frakk-
landi, en neitað því. Lika sagt, að 94 herforingjar hefðu
sent honum boð um vorið, þegar til striðs horfði við þýzka-
land, og sagt að þeir væru búnir til þess, sem hann vildi vera
láta. Hann sjálfur skipti sér ekki af þessum sögum, en gaf
þeim, sem hjálpuðu honum burt 8. júlí, friðar gjafir.
Jules Ferry, sem studdi Grévy móti Boulanger, hélt um
þessar mundir ræðu í veizlu í Epinal. Hann sagði í henni
meðal annars, að hin franska þjóð mundi ekki láta sig leiða
afvega af neinum «St. Arnaud du café concert». St. Arnaud
hét maður sá, sem Napóleon 3. brúkaði til að kollvarpa þjóð-
veldinu 1852, og café concert kallast veitingahús, sem sungið
er i og leikið mönnum til skemmtunar. Boulanger skoraði
Ferry á hólm, er hann hafði lesið ræðuna, Boulanger er góð
skytta og vildi hafa stutt skotfæri, en Ferry viidi hafa langt.
þeim kom ekki saman um það og við það sat. Sumir brugðu
Ferry um hugleysi og þótti Boulanger hafa vaxið af þessu.
Um mánaðamótin ágúst—september reyndu Frakkar, hve fijótt
þeir gætu búið herdeild, ef á þyrfti að halda, og eyddu til
þess 8 miljónum fránka. þeir voru ánægðir með herdeildina.
Boulanger hélt ræðu nokkru á eptir og sagði, að Frökkum
væri betur lagin sókn en vörn; bað hann hina frönsku riddara
að riða ofan fjandmenn sína en biða þeirra ekki.
Hinn 15. dag septemberm. kom út bréf frá greifanum af
París í blaðinu Figaro. Hann segir í því, að þjóðveldið sé
langt leitt og allt í ólestri og hann sé boðinn og búinn til að
taka við stjórn, þegar það sálist. Hann lofar þingbundinni
konungsstjórn og almennum atkvæðarétti og bræðir saman skoð-
anir keisarasinna og konungssinna á Frakklandi. Enginn vissi
hvernig stóð á þessu bréfi, en það kom nú fram, að greifinn
vissi hvað var i bruggi.