Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 34

Skírnir - 01.01.1888, Side 34
36 FRAKKLAND. haldið á stjórnartaumum landsins. Eptir langa vafninga og vífilengjur lagði hinn aldraði maður loksins nauðugur völdin niður, 2. desember. Honum sárnaði, að verða að leggja þau niður á þenna hátt i elli sinni. Parísarbúar vopnuðust til að vera viðbúnir, ef Ferry, þýzkalands vinur, yrði valinn til for- seta, að reka hann strax frá völdum. þingmenn allir og ráð- herrar fóru til Versailles 3. desember og völdu til forseta um kvöldið Sadi Carnot með 616 af 833 atkvæðum. þetta kom svo flatt upp á manninn, að hann gleymdi að láta konu sína vita það og sögðu aðrir henni það. Carnot, sem hann kall- ast nú, er sonarson Carnots hins fræga, sem stýrði hermálum Frakka með svo dæmafárri snild 1793—94, þegar þeir ráku alla Evrópu af höndum sér. Frábærar gáfur liggja í ættinni og hafa í henni verið afbragðsmenn i ýmsum greinum. Hann er fimmtugur að aldri, vinsæll maður og látlaus og flestum þykir, að Frakkar hafi ekki getað kosið betri forseta. Rétt á eptir forsetakosninguna var gert banatilræði við Ferry. Maður, sem nú er á vitskertra spítala, skaut 3 skammbyssuskotum á hann, en hann varð ekki sár af. Carnot fékk mann, sem heitir Tirard til að skipa ráðaneyti, en því var spáð, að þetta ráða- neyti yrði ekki langlift. Grévy var sparneytinn og sparsamur og líkaði Parísarbúum það illa, en Carnot horfir ekki í skild- inginn, heldur veizlur og er í veizlum hjá öðrum. Hann kvað ætla að ferðast um Frakkland sumarið 1888, til að festa vin- sældir sínar og þjóðveldisins. Laun forseta á Frakklandi eru þó ekki nema 1,200,000 fránka eða minni en laun Dana- konungs. Frakkar gleyma ekki Elsass-Lothringen. I öllum skólum á Frakklandi læra börnin, að hinn svarti blettur, sem þau sjá á uppdrætti Frakklands, sé franskur, að þau eigi að hefna á ræningjunum, sem rændu honum og taka hann frá þeim, þegar þau eru vaxin upp. þegar Frakkar sáu að Rússum var gramt í geði við þjóðverja, þá felldu þeir ástarhug til þeirra. Síðan 1878, þegar Bismarck tók af Rússum allt, sem þeir höfðu unnið i ófriðnum 1877—78, með Berlínarsamningnum, síðan hænast Frakkar og Rússar meir og meir hvorir að öðrum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.