Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1888, Síða 35

Skírnir - 01.01.1888, Síða 35
FRAKKLAND. 37 Frakkar leggja út rit Rússa og Turgjenjeff, einn af mestu skáldsöguhöfundum Rússa, lifði allan seinni hlut æfi sinnar í París. f>egar Katkoff, sem áður er getið, dó 1. ágúst, gerði Dérouléde sér ferð til Rússlands og hélt ræðu yfir moldum hans, en margir heldri menn á Frakklandi sendu sorgarkveðju. Dérouléde var ákaflega vel tekið og var í mörgum stórveizlum þar austurfrá. Nýtt tímarit er farið að koma út í París, sem er kennt við báðar höfuðborgirnar og heitir Revue de Paris et Pétersbourg. En það er þröskuldur milli vina, þar sem f>ýzka- land er á milli þeirra. það er líka athugavert, að Rússar eiga ekkert á hættu, þó þeir biði ósigur, því þeir geta látið vetrar- rikið, vegaleysið og landflæmið hlifa sér, en Frakkar verða þá hart úti einir saman vesturfrá. Frökkum sárnar óþakklæti Itala sem áður er sagt frá. Thiers gamli sagði fyrir í ræðu á þingi árið 1865 óþakklæti Itala og uppgang Prússa. Enginn trúði honum þá, en það sem karlinn sagði hefir allt gengið eptir. Sósíalistar á Frakklandi hafa haldið ótal fundi í París. þeir eru í mörgum flokkum og lendir opt í áflogum milli þeirra. Stjórnleysingjar (anarkistar) halda stundum ræður á þessum fundum, eggja á að skera niður eins og kláðafé alla stjórnendur, presta og auðmenn. Einn af forsprökkum þeirra er Louise Michel. Hún vill láta drepa Parísarbúa, þangaðtil hún getur vaðið blóðið upp í kálfa, en liklega býst hún ekki við, að þeir endist til að hafa blóðstraum upp i hnésbætur. Hún situr opt í varðhaldi, en er venjulega grimmari, þegar hún kemur út aptur. Eptir hinn hroðalega leikhúsbrúna 25. maí, skipaði bæjar- stjórnin i París öllum söng- og leikhúsa-eigendum, að þeir skyldu hafa fengið rafurmagnsljós að 3 mánuðum liðnum, og ýmsar eldvarnir. í þessari bæjarstjórn eru margir af hinum stilltari sósíalistum og komast þeir stundum í klandur við ráða- neytið, þvi þeir vilja ráða sem mestu innanbæjar. En það rnega þeir eiga, að fám höfuðborgum er jafnvel stjórnað að öllu því, er að almennings þörfum lýtur, sem París. ‘) Leikhúsbruni varð nokkru seinna í Exeter á Englandi, en færra fólk brann þar jnni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.