Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 40

Skírnir - 01.01.1888, Page 40
42 ÞÝZKALAND. lands, verða að vera f>jóðverjar, segir stjórnin. f>að er bezt fyrir þá sjálfa og þeir eru heimskir að vilja það ekki, segir hún. En þessir kúguðu menn óska brennheitum óskum, að þýzkaland verði sigrað í stríði sem fyrst og sundurlimað. Sósíalistar á jþýzkalandi áttu í vök að verjast árið 1887. Júngmönnum þeirra faekkaði við kosningarnar i febrúarm. Mál voru höfðuð á móti ýmsum foringjum þeirra og var þeim gefið að sök, að þeir hefðu brotið sósíalistalögin, sem stjórnin ætlast til að bæli þá niður. Margir þeirra voru dæmdir í fangelsi. Sósíaiistar héldu leynilega fund með sér í Sviss og kom þeim saman um, að taka til sinna ráða og hlífa ekki stjórninni og embættismönnum eptirleiðis. Bebel, einn af helstu foringjum þeirra, hefur ritað merkilega bók: Kvennfólkið á hinum liðna tíma, nútímanum og framvegis. Lýsir hann þar kjörum þess og skoðunum sósíalista á því, hvernig þau eigi að vera. En hann og margir aðrir þýzkir sósíalistar eru nú komnir að þeirri niðurstöðu, að það dugi ekki að fara friðarveginn, en verði að kollvarpa þessu rotna mannfélagi, þegar færi gefst. Sósíalistar segja, að þeir vilji ekki berast á banaspjótum við hina frönsku bræður sína, þó til ófriðar komi. f>að má nærri geta, að stjórninni er illa við slikt, en þó er Bismarck kallaður sósíalisti sjálfur, vegna þess að ýms lög i sósíalistiska átt hafa komið frá stjórninni til að bæta kjör vinnumanna. það er ein bók tii, sem er fyrir sósialista eins og heilög ritning sem þeir vitna i. það er Das Kapital eptir Kari Marx, sem kom út 1867. I þeirri bók eru aliar skoðanir þeirra vísindalega rökstuddar. f>eir Stuart Mill á Englandi, A. Wagner, frægasti hagfræðingur þjóðverja og Scháffle, ágætur hagfræðingur i Austurriki, hafa sagt að þessi bók væri eitthvert hið mesta snildarverk á þessari öld í hagfræði. þeir segja að sósíalismus eigi langt i land, en hann sé eðlileg afleiðing þess ástands mannfélagsins, sem nú er. Sósialistar lofa friði á jörðinni, þegar kenningar þeirra drottna á henni, og benda á, hversu herfilega Evrópa er stödd; hún hugsi ekki um annað en búa sig undir að vinna sem mest víg og manndráp, og leggja ógrynni fjár í það en auka volæði og fátækt.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.