Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 41

Skírnir - 01.01.1888, Page 41
ÞÝZKALAND. 43 fiýzkaland er orðið mikið tollaland. Nýjum tollum er bætt við á hverju ári og 1887 voru brennivíns og sikurtollar hækk- aðir. f>að þarf mikið fé til herbúnaðar. Enn þá rís þjóðin vel undir álögunum, en hvað lengi, ef herinn verður aukinn þannig ár af ári? það fer lika töluvert fé i nýlendur þjóð- verja, sem ekki borga sig enn. þjóðverjar hafa herskip á vakki i Ástralíu og eitt þeirra sendu þeir til Samoa-eyjanna; nokkrir hermenn fóru á land, tóku kónginn Malietoa og fluttu hann út á skip. þeir sögðu, að kóngur hefði rofi verzlunar- samninga við sig og gert spellvirki og hafa ekki skilað honum aptur. Eyjarskeggjar hafa fengið sér nýjan kóng. þýzkir ferðamenn eru að kanna eignir þeirra vestan og austantil á Afriku. Árið 1886 gerðu þjóðverjar samning við Englend- inga út af landaþrætum i Vestur-Afríku og hefur gleymst að geta þess í Skirni 1887. Marka hvorirtveggja lönd skjólstæð- inga sinna og eignir sínir. Englendingar segja, að þeir öfundi ekki þjóðverja af eignum þeirra þar i landi, en þjóðverjar þykj- ast eiga von á að finna gull eða demanta einn góðan veðurdag, og er það heldur ekki ómögulegt að svo verði. Sonarson Goethes, skáldkonungs þjóðverja, dó í Weimar 1886. Hann var barnlaus og arfleiddi frú stórhertogans af Sachsen-Weimar að sínum munum og eignum. A meðal þeirra var hús Goethes í Weimar, skjalasafn hans og bréfasafn sem maðurinn Iá á eins og ormur á gulli, meðan hann lifði. Frúin kallaði hina lærðustu Goethefræðinga til Weimar og fól þeim á hendur að gefa út safnið. Húsið, sem hafði verið læst fyrir almenning síðan Goethe dó, var opnað 3. júlí 1886 og gert að gripasafni Goethes (Goethemuseum). Goethe mætti ofbjóða ef hann gæti litið upp úr gröf sinni, hvað fátækt þýzkaland er að skáldum í bundnu og óbundnu máli. það hefur Bismarcks- bragð en ekki Goethes-bragð yfir sér. Ebers ritar skáldsögur um Egypta fyrir Krists burð. Dahn ritar skáldsögur úr myrkri miðaldanna. Paul Heyse ritar smá- sögur. Og þetta eru helstu skáldin. Hin yngri kynslóð líkir eptir Frökkum í skáldsögum og ieikritum. þess er vert að geta, að Hinrik Ibsen er hafður 1 mestu hávegum hjá þjóð—

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.