Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 46

Skírnir - 01.01.1888, Page 46
48 AUSTURKÍKI OG UNGVERJAI.AND. æfir og segjast ganga af þingi og eins gera Pólverjar, þegar hinir fá einhverju framgengt. Rauðu Rússar tala sama mál og litlu Rússar á Rússlandi og þessvegna vilja Rússar ná þeim undir vængi Rússlands. í Bæheimi er rifrildið milli þjóðverja og Tjekka enn harð- ara. þjóðverjar hafa ekki komið á þing í Prag í langan tíma því þeir þykjast ofurliði bornir af atkvæðafjölda Tjekka. Tjekkar eru fleiri en þjóðverjar. þeir hafa verið að semja um sam- komulag við hina þýzku þingmenn en við árslok var enn ekki gengið saman. Yms tjekknesk blöð og flugrit segja, að Slafar í Austurríki mundu verða fegnir ef Rússlandi tækist að brjóta odd af oflæti þýzkalands og Bismarcks. Svo vilja ítalir fá sneið af Austurríki við Adríahafið (Italia irredenta) og Rúmenar í Transsylvaníu vilja komast undir konungsríkið Rúmeníu. þannig er þessi hrærigrautur af þjóðum, sem heitir Austurríki. Að hræra þjóðirnar saman í því ríki, er hérumbil jafnhægt og að búa til reipi úr sandi. Sá maður, sem drottnar yfir öllum þessuni þjóðum, heitir Franz Jósef fyrsti, Austurríkiskeisari og Ungverjalandskonungur. Hann hefur ríkt siðan 1848 og er erfitt fyrir hann að geðjast þeim öllum, en honum hefur þó tekist það furðanlega vel. Hann verður að gera eins og Óskar annar Svia- og Norð- mannakonungur og vera til skiptis í Vín1) og Buda Pest. Ríkiserfinginn Rúdólf krónprinz lætur gefa út þessi árin undir umsjón sinni afarmikið rit i mörgum bindum um allar þjóðir í Austurríki. þeir menn sem eru bezt færir um það, skrifa um hvern hluta ríkisins og ritið er í alla staði eins vel úr garði gert og verða má. Ríkiserfinginn verður kunnugri sínu riki enn nokkur annar stjórnandi, þegar þessu riti er lokið, enda kvað hann sjálfur hafa ritað einn kaflann i því, sem komið er. Bosnía og Herzegovína eru tvö slafnesk lönd, sem Aust- urríki tók í sínar vörzlur samkvæmt Berlínarsáttmálanum 1878. Austurríki hefur þannig fengið góða fótfestu á Balkanskaga og ) Nafnið er slafneskt, vjen.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.