Skírnir - 01.01.1888, Síða 55
RUSSLAND.
57
illa við þetta fyrirtæki, því með þessu móti draga Rússar alla
verzlun i Norður- og Mið-Asíu í hendur sér, og eiga hægt
með að verja eignir sínar við Kyrrahafið móti Kínverjum og
öðrum.
Giers stýrir utanrikismálefnum Rússa, að svo miklu leyti sem
keisarinn gerir það ekki sjálfur. Giers er hygginn maður og
hægfara. Hann heldur úti blaði í Bryssel í Belgíu, sem heitir
Le Nord og koma i því blaði á hverjum laugardegi greinir
frá hinni rússnesku stjórn. Giers samdi við enska sendimenn
í Pétursborg um landamæri Afgana og Rússa og var ekki búið
að marka þau við árslok, en rússneskar rúblur halda áfram að
striða við ensk pund i Afganistan. það er allmerkilegt, að
Gladstone hefur ætið verið vinveittur Rússum og aldrei viljað
styðja Tyrki móti þeim. Ymsir Alslafar, Ignatieff o. fl. viija
láta skríða til skara með Rússum og fjandmönnum þeirra, en
Giers stillir til friðar.
Alexander keisari ferðaðist vorið 1887 suður í land, að
hitta Kósakka og var elzti sonur hans, rikiserfinginn, gerður
að Hetman eða höfðingja þeirra. Um haustið fór Alexander
til Danmerkur eins og áður er getið.
Rússar eiga marga fræga visindamenn i öllum vísinda-
greinum og i engu landi hafa jafnmargir kvennmenn háskóla-
menntun. það eru lika til margir kvennaskólar, æðri og lægri,
sem eru undir vernd og umsjón keisaradrottningarinnar. Rússar
eiga marg aágæta rithöfunda. Skáldsöguhöfundarnir Turgjenjeff
og Dostojeffskí eru nýdánir (T. ý 1883, D. f 1881). Margir
góðir skáldsöguhöfundar eru nú uppi á Rússlandi, en að
allra dómi er Tolstoj fremstur þeirra og allra höfunda í Evrópu
í þeirri grein. Ljeff Nikolajevitsj (Leó Nilculásson)1) Tolstoj
er fæddur 1828 af aðalsættum. Hann hefur verið i ófriði suður
í Kákasus og á Krim. Tvær mestu og lengstu skáldsögur
hans eru: Friður og ófriður (Vojna í mir) um stríðið við
Napóleon mikla 1812, og Anna Karenina, sem er um lif stór-
mennisins í Moskva og Pétursborg. Á siðari árum hefur Toistoj
‘) Rússar gera eins og íslendingar og brúka aldrei ættarnafnið, þegar
þeir geta komizt hjá því, en einungis skírnarnafnið og föðurnafnið.