Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 56
58
RÚSSLAND.
snúið sér að trúarefnum. Hann segir að rússneslcir bændur
(músjik) séu þeir einu, sem fylgja kenningum Krists i fjallræð-
unni og nýja testamentinu, sem hafa þá auðmýkt og sjálfsaf-
neitun, hógværð, lítillæti og hjartalag, sem Kristur talar um.
Hann segir að hinir menntuðu menn og einkum embættis-
mennirnir skuli breyta, eins og þessir menn breyta, sem þeir
kalla menntunarlausa, og gerast bljúgir í hjörtum eins og börn.
Hann segir að kærleiki til náungans sé ekki til, að kalla megi
í Vestur-Evrópu. Aptur á Rússlandi lýsir hann sér i mörgu
t. d. heil sveit, hérað og þorp á jörð og jarðir í sameign og
félagsskap og hefur það staðið eins langt fram í aldir eins og
menn muna. Tolstoj hefur gefið út nýja testamentið og tekið
burt úr þvi allar mannasetningar sem hann kallar. Hann býr
nálægt Moskva upp i sveit og gengur að stritvinnu á hverjum
degi þó hann sé auðmaður og af tignum ættum. Hann lifir
samkvæmt kenningum sinum og þætti mörgum prestum það
víst hart, ef þeir yrðu að fara að dæmi hans í því efni.
Kozoleenko lýsir æfi Síberíubúa í skáldsögum sínum.
Pólverjar misstu árið sem leið Kraszewski (Krasjeffski), sem
hefur ritað skáldsögur svo hundruðum skipta og eru margar
af þeim ágætar. Hann fékkst við mörg önnur ritstörf og var
settur í fangelsi um tíma af Prússum fyrir blaðagreinir um
endurreisn hins forna Póllands (Polska), og beryrði. Hann
var þá kominn yfir áttrætt og dó skömmu eptir að honum var
sleppt. Árið 1887 dó Langiewicz (Langjevits) aðalforingi í
hinni pólsku uppreisn 1863. Rússar eiga mörg góð skáld,
Majkoff, Polonski o. fl. Ekkert land á eins mikið af þjóðsög-
um, þjóðkvæðum, vikivökum og ýmsum kvæðum, sem líkjast
rimum heima á Islandi. J>að má segja, að Rússar eru síkveð-
andi. Málarinn Veresjtjagin er einn af hinum frægustu málur-
um i Evrópu. Safn af málverkum hans hefur verið sýnt í öll-
um höfuðborgum í Evrópu og alstaðar vakið furðu og eptirtelct.
Tónleikasmiðirnir Stjajkoffski og Rúbínstein eru heimsfrægir menn.
Rúbínstein hefur þýzkt nafn þó hann sé rússneskur fram í
ættir. J>að er af öllu þessu auðsætt, að Rússar standa ekki
eins langt á baki öðrum þjóðum eins og sagt er.